Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 19

Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 19
menntamál 65 (og ég tel hann miklu máli skipta) á óefað rót sína að rekja til virðulegrar framkomu og góðvildar hans og þess, að mér leið vel í kennslustundunum". Nr. 41. 4. „Ég hafði sama kennara, þar til ég var þrettán ára. Hann var lítt eða ekki skólagenginn, en hóf kennslu á unga aldri. Hann var vel gefinn, hæggerður, prúður og dag- farsgóður með afbrigðum. Mér er ekki kunnugt um neinn nemanda hans, sem ekki dáir hann og virðir .... Eins og að líkum lætur, gæti ég sagt frá ýmsu um þennan kennara, en .... það bæri allt að sama brunni: lof á lof ofan ....“ Um annan kennara segir sami maður: .......Litlu síðar dó hann. Þá fannst mér eins og ég hefði misst föður í annað sinn“. Nr. 2. Þetta eru nokkrir dómar nemenda um kennara og dæmi um ást nemenda á gömlum kennurum. En hverjar eru for- sendur slíkra dóma og dæma? Hverjum kostum þarf kenn- ari að vera gæddur, svo að hann öðlist slíka ást og hylli nemenda sinna? Athugun sú, er hér verður greint frá, átti að afla noklij- urrar vitneskju um það, er nemendur meta í fari kennara. Sá háttur var hafður á, að ritgerðarefnið: Það, sem ég er kennurum mínum þakklát(ur) fyrir, var lagt fyrir nem- ondur í Námsflokkum Reykjavíkur, nemendur á náms- skeiði væntanlegra lögregluþjóna og nemendur í 3. og 4. bekk Kennaraskólans. Það var tekið fram, að ritgerð þessi skyldi vera sem hlutstæðust og greina fyrst og fremst frá jákvæðum sam- skiptum nemendanna og kennarans, einkum kennara í barnaskóla, því að erfitt er oft að meta hluti, sem eru mjög nálægir. Þá var brýnt fyrir mönnum að segja satt og rétt frá, og skrifa þá ekkert, ef ekkert lofsvert væri til að telja, °g greina örugglega milli óska og annars kyns staðreynda. Þá var þeim heimilað, er það kusu heldur, að skrifa um verkstjóra eða húsbónda sinn. Alls skiluðu 50 einstaklingar ritgerðum, þar af hafa 44

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.