Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 20
66 MENNTAMÁL skrifað um kennara, en 6 um verkstjóra. Auk þess hafa 8 af þessum 44 látið í ljós óskir um það, hverjum kostum góður kennari skyldi vera búinn. Úr þessu hefur svo verið unnið á þann hátt, að fyrst voru allar ritgerðirnar tölu- settar, því næst var hver þeirra lesin vandlega yfir og skrifuð upp jafnóðum á sérstakt blað þau atriði, sem talin voru vera kostir kennarans, og strik ásamt númeri ritgerð- arinnar sett fyrir aftan. — Margir hafa, sem að líkum læt- ur, talið upp sama kostinn, og ef hann hefur verið skrifaður áður, var bætt við einu striki í hvert sinn og hann kom fyrir að nýju ásamt númeri ritgerðarinnar. Með þessu móti er alltaf hægt að sjá, úr hvaða ritgerð hvert atriði er tekið og komið í veg fyrir að merkt sé oftar en einu sinni við hvert atriði hjá sama nemanda, sem lýst hefur fleiri en ein- um kennara. Þannig hefur fengizt fram tölulegt yfirlit yfir dóma manna um kosti kennarans og hlutföllin milli þeirra. Við ritgerðir um kosti verkstjóra hefur verið farið eins að, en þær hafðar sér. Sömuleiðis hefur öllum óskum verið haldið sér. Þar sem frásögn þessi var algerlega frjáls innan þeirra takmarka, er áður var getið, þá hafa nemendur sett fram hið jákvæða í fari kennarans eða kosti hans með mjög margvíslegu móti og í ótal blæbrigðum. Kosta kennarans er getið 228 sinnum af 44 nemendum. Ýmsir nemendur taka eðlilega fram sömu kosti, eins og áður er getið, en alls taldist til, að greind væru 95 mismunandi atriði, er til kosta eru talin. Af þessum atriðafjölda leiðir, að erfitt er að gera sér ljósa grein fyrir þeim eða fá glögga sýn yfir þau án þess að raða þeim saman. Að sumu leyti er þó dálítið erfitt að raða þessu í hóflega marga flokka, en þó má telja, að kostirnir taki í höfuðatrið- um til: 1. Skapgerðareiginda kennarans. 2. Beinna jákvæðra áhrifa kennarans á skapgerð og áhuga nemenda.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.