Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 22
68
MENNTAMÁL
II.
Það er áreiðanlega engin hending, að einmitt þessir kost-
ir, sem niðurstöðurnar sýna, skuli álitnir þýðingarmestir
fyrir kennarann né heldur sú röð, sem þeir koma fram í.
Þessir kostir — eða einhverjir þeirra a. m. k. — eru tví-
mælalaust nauðsynlegir hverjum kennara. En vitneskjan
um það eih saman gerir ekkert gagn, ef henni er ekki fylgt
eftir.
Nú verður fjallað um suma þessa kosti nokkru nánar,
og verður fyrst vikið að geðprýðinni. Þeim kennara, sem
getur aflað sér ástar og virðingar nemenda sinna, er
tryggður mikill árangur í starfi sínu. Einstaka menn eru
gæddir svo miklum persónuleika, eins og það er kallað, að
ósjálfrátt bera allir virðingu fyrir þeim, jafnvel þótt þeir
hafi ýmsa galla. Sumir þeir nemendur, sem talið hafa
þetta til kosta kennarans, segja ekkert nánar af hverju
virðingin var sprottin. Aðrir telja fram ýmsa góða kosti
og ekki hvað sízt prúðmennsku og skapstillingu. Nú verða
tekin nokkur dæmi og lýsingar frá nemendum varðandi
þetta.
Piltur skrifar: „Framkoma lxans öll (þ. e. kennarans), hvort heldur
var í kennslustund eða annars staðar, var þannig, að undantekningar-
laust báru allir krakkarnir takmarkalausa virðingu fyrir honurn. í
kennslu var hann aldrei mjög strangur, en hafði þó mjög góðan aga.
Kennsla hans náði jafnt til allra, engan setti hann útundan. Fram-
koma hans var þannig, að aldrei sá ég hann reiðast. í þess stað var
hann mjög kátur og hló mikið og skemmtilega, enda var hlátur hans
afar smitandi. Oft og tíðum brá hann sér með okkur krökkunum út
í frímínútum. Fórum við þá ýmist í snjókast, handknattleik eða smá
gönguferðir. Upp frá þessu lief ég oft leitað til þessa manns." Nr. 29.
Stúlka skrifar: „Ég man, hvað mér fannst kennaranum mínum
ganga vel að kenna okkur, og hvað hann var alltaf ánægður, þegar
hann var að kenna. Hann var þess vegna alltaf, að mér fannst, í góðu
skapi og lifandi við kennsluna. Hann var alltaf alúðlegur og góður
og reiddist örsjaldan, svo að við bárum meiri virðingu fyrir honunt
fyrir það.‘‘ Nr. 38.
Piltur skrifar um kennara við unglingaskóla: „Hinir mest áberandi
eiginleikar hans við kennslu voru stöðug glaðværð og gamansemi,