Menntamál - 01.05.1951, Side 23
menntamál
69
sem hafði mjög góð áhrif á námsárangur nemenda hans. Hann var
einnig sérstaklega þolinmóður að útskýra ýmis flókin atriði og gætti
þess vel, að allir fylgdust með því, sem verið var að útskýra. Hann
hafði mjög góðan aga í bekknum þrátt fyrir það, að hann beitti ekki
strangleika. En hann var ákveðinn í framkomu, og öllurn nemendum
hans undantekningarlaust mun hafa þótt vænt um liann og talið
hann sinn bezta kennara.“ Nr. 18.
Af dæmum þessum er Ijóst, að talað er um fleiri kosti
en geðprýði og þá einkum stjórnsemi, og er það eðlilegt,
þar sem þetta fylgist að hjá þessum kennurum. En hitt
kemur vel fram, hve létt lund og skapstilling hefur mikil
og góð áhrif á nemendurna.
III.
Agi og reglusemi eru mjög þýðingarmikil atriði í skóla.
Nægir að benda á það, að störf bekkjarins í heild og þar
nieð námsárangurinn að miklu leyti er algerlega undir
stjórn kennarans kominn. En bezt er sú stjórn, er fer fram
eðlilega og hávaðalaust.
Skammir, refsingar og hótanir koma að næsta litlu
gagni, og oft virðast þær beinlínis hafa áhrif í gagnstæða
átt. Auk þess finnst flestum slíkt auðmýkjandi, jafnvel
þótt þeir hafi unnið til þess. Dæmi og lýsingar úr ritgerð-
unum lýsa aðferðum ýmissa góðra kennara.
Piltur skrifar: „Kennsluaðferð og viðmót kennarans var þannig,
að mér fór að þykja vænt um hann og ég tók að bera virðingu fyrir
honum. Af því leiddi svo, að ég fékk áhuga á náminu. Við nemendur
hans hlýddum honum i einu og öllu, og var það meira af virðingu
en ótta, og aldrei þurfti liann að refsa neinum fyrir óhlýðni." Nr. 3.
Piltur skrifar: „Mér fannst kennarinn liafa sérstakt vald yfir okk-
ur, og var það fyrir sambland ótta og virðingar. Óttinn var þó aðeins
við ofanígjöf. Okkur þótti fyrir því, ef hann setti ofan í við okkur,
því að við treystum dómgreind lians og ávítuðum sjálf okkur, ef
út af bar.“ Nr. 34. ■
Stúlka skrifar: „Kennarinn setti okkur alltaf mikið fyrir að læra,
og við lærðum mikið. Ég hef aldrei getað gert mér grein fyrir því,
hvernig hann fékk okkur til að lesa svo vel íyrir tímana, þennan hóp,
sem veturinn áður var ómögulegt að fá til að lesa. Við vorum alltaf