Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 24
70
MENNTAMÁL
viss um, að ekki væri hægt að svindla á prófum, hvorki vorprófum né
öðrum. Hann myndi verða strangur, en réttlátur." Nr. 11.
Stúlka skrifar: „í tímum hjá þessum kennara var alltaf kyrrð, þó
að allt væri á fleygiferð í öðrum tímum. Hann var mjög strangur, en
þó ekki vondur, og mér líkaði það vel. Hann gætti þess, að við læs-
um ekki af bókinni, þegar liann hlýddi okkur yfir, og þá var ekki um
annað að ræða en lesa vel, ef maður vildi ekki standa á gati. Eitt var
jrað, sem ég lield að liafi verið aðalorsök þess, hve vel mér féll við
hann, það var, hve réttlátur og sanngjarn liann var alltaf við okkur.“
Nr. 25.
Piltur skrifar: „Sérstöku atviki, sem skeði, þegar ég var í 11 ára
bekk, gleymi ég aldrei. Það hafði komið nýr piltur í bekkinn, og kom
okkur illa saman. Lentum við í áflogum í skólaportinu og lauk þeim
með því, að ég skellti lionum í steinlagt portið. Hlaut hann sár á
liöfði og var borinn í burtu til skólalæknisins. Þetta þóttu náttúrlega
miklar fréttir, og ég var óttasleginn. 1 næsta tíma var kristinfræði.
Ég var ekki skammaður, en kennarinn minnti á orðin: „Það, sem þér
viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Eftir
þetta lenti ég minna í deilum, en minntist oft orðanna." Nr. 26.
Það skal tekið fram, að sú stjórn og sá strangleiki, sem
hér hefur verið lýst, mun fremur eiga við börn í eldri
deildum barnaskólans, en síður við yngri börn, sem þurfa
miklu meiri mildi og gagngerðari aðstoðar kennarans.
Piltur skrifar: „A var duglegur kennari og stjórnsamur. Hann hafði
þau álirif á okkur, að við bárum virðingu fyrir honum. En mest já-
kvæð áhrif tel ég hann hafa liaft á okkur í sambandi við hegðun og
háttvísi í framkomu. Hann var alltaf snyrtilegur til fara, virðulegur
og ákveðinn í framkomu. Við fórum að reyna að líkja eftir honum,
vanda framkomu okkar betur og greiða okkur betur o. s. frv.“ Nr. 17.
Piltur skrifar: „Móti feimninni vann kennarinn með því að koma
inn hjá okkur nokkru sjálfstrausti. Það gekk að vísu misjafnlega fljótt,
eftir því livernig hver og einn nemandi var að upplagi, en hafði þó
mikil og góð áhrif á heildina, að mínum dómi. Þegar veður var gott
lék hann sér stundum með okkur og gekk þá allt skipulega og
árekstralaust, svo að allir voru ánægðir með sinn hlut. Stöku sinnum
fór hann með okkur í gönguferð eða á skauta. Endurminningar slíkra
ferða gáfu okkur skemmtilegt umtalsefni og yfirleitt hollt umtalsefni
um leið. Ég sé aðeins kosti, sem slík smáferðalög hafa í för með sér,
og því álít ég, að ætti að tíðka þau og segja nemendunum frá einu
og öðru á leiðinni og skýra og leiðbeina um ýmis atvik, sem fyrir
koma í ferðalaginu." Nr. 24.