Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 25
menntamál 71 í þessu síðasta dæmi er minnzt á það að vekja sjálfs- traust nemandans og einnig félagslegt samneyti kennar- ans. Þetta hvorttveggja er þess vert að farið sé um það nokkrum orðum. Það er kunnugt, hvað sefjun getur haft mikil áhrif. Þetta ætti kennarinn að notfæra sér og beita við nemendur sína með fram til þess að vekja sjálfstraust þeirra. Það er engum vafa bundið, að með því að gera það, getur kennarinn unnið kraftaverk og gert nemendum sín- um ómetanlegt gagn. Forðast skyldi ávallt að koma því inn hjá nemanda, að hann geti ekki lært. Um það, hvort kennarinn eigi að leggja á sig þá fyrirhöfn að taka þátt í leikjum nemenda sinna eru sjálfsagt skiptar skoðanir, og munu sumir kjósa fremur að halda nemendum í dálítilli fjarlægð við sig. Þetta kann að henta sumum kennurum betur en öðrum, einkum ef þeir eru nýbyrjaðir að kenna og þekkja ekki nemendur sína. Óhætt mun þó að fullyrða, að sá kennari, sem tekur þátt í leikjum barnanna og stjórn- ar þeim, muni að öðru jöfnu verða vinsælli meðal þeirra. IV. Þá hafa nokkrir nemendur talið það kost, að kennarinn segði sögur. Allir vita, hve sögufíkn barna er mikil og af hve mikilli athygli þau hlusta á þær. Það er því gott að færa þennan áhuga yfir á námsgreinarnar með því að segja sögur í sambandi við þær. Við sumar námsgreinar t. d. íslandssögu er þetta nauðsynlegt til þess að blása lífi í þurrt efni kennslubókarinnar. En þetta getur að vísu gengið of langt og gerir það, ef kennarinn grípur til þess að segja sögur í hvert sinn og ókyrrð er í bekknum. Getur það beinlínis orðið til þess, að nemendur heimti sögur af kennaranum, við hvaða tæki- færi sem vera skal, og þetta verði eins konar sögusýki. Nauðsyn þess, að kennarinn skapi áhuga á náminu er ótví- ræð. Séu nemendurnir áhugalitlir, verður árangurinn oft-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.