Menntamál - 01.05.1951, Side 26
72
MENNTAMÁL
ast lítill. Kennarinn ætti því alltaf að setja námið í sam-
band við áhugaefni barnanna, að svo miklu leyti sem unnt
er og glæða áhuga þeirra á allan hátt. Það má gera með
mörgu móti t. d. með því að vekja metnað þeirra og láta
þau keppast um að standa sig sem bezt. Einnig verður að
beita þeirri kennsluaðferð, sem er skemmtileg, og má í
því sambandi nefna vinnubóka- og kortagerð, sem ýmsir
telja sig hafa haft gagn af. Ekki er það óalgengt, að dálæti
á kennaranum færist beinlínis yfir á námsgreinina, sem
hann kennir.
Piltur skrifar: „Fyrstu kynni mín af landafræði voru ekki sérlega
góð. Bæði kennarinn og þó einkum námsgreinin voru hundleiðinleg.
Þannig leið allur fyrsti veturinn minn við landafræðinám. Næsta vet-
ur fékk ég nýjan kennara. Áður en langt um leið, lét hann okkur hefja
vinnubókargerð. Mér þótti alltaf gaman að teikna, þegar ég var
strákur, og nú opnaðist nýr lieimur fyrir mér. Þegar ég hafði lokið
lexíu hvers dags, fór ég að hugsa um, livernig ég gæti dregið efnið
saman í örfáar setningar. Ekki ósjaldan las ég aftur yfir, þegar mér
fannst ég ekki muna nógu vel eða gat ekki komið setningunum nógu
vel saman. Alltaf síðan Iief ég liaft eldlegan áhuga á þessari náms-
grein. Ég lærði að meta þessar leiðbeiningar kennarans, og lengi mun
ég vera honum þakklátur fyrir." Nr. 28.
Stúlka skrifar: „Það fyrsta, scm ég tel kennaranum minum lil gild-
is, er hinn einlægi áhugi, sem hann sýndi í starfi sínu. Við vorum
lians metnaðarmál, enda taldi liann ckki eftir sér aukavinnu i okkar
þágu. Stundum hafði hann kennsluna í eins konar leikformi, og var
lagni Itans einstæð, hvað það snerti, að námið yrði ekki einhæft og
vanabundið, svo að jafnvel reikningur varð stundum skemmtilegur
hjá honum. í teikningu fengum við aldrei neinn sérkennara, og varð
það okkur til happs að mínum dómi. Við vorum látin gera vinnu-
bækur í öllum námsgreinum. Þær innihéldu ritgerðir og teikningar
viðvíkjandi efninu. Einnig unnum við að stórum kortum, einkum úr
landafærði og náttúrufræði. Ég bjó til mörg slík. Eitt tók ég fram yfir
önnur, en það var kort af Islandi og íslenzkar villijurtir teiknaðar á
þá landshluta, sem þær uxu í. Nefndi ég þetta kort „Flóru íslands“.“
Nr. 9.
Piltur skrifar: „Ég á ennþá vinnubók frá barnaskólaárunum mín-
um. Þegar ég lít á þessa bók, þá sé ég um leið áliuga og skyldurækni
kennarans. í bók Jressari er fjöldi línurita um lönd, borgir, fjöll, vötn,
ár, jökla o. m. fl. Þar eru einnig æviágrip ýmissa forvígismanna, allt