Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 29
menntamál
75
er seinasti liður danska verknámsins og er kennd við fá-
eina danska skóla, helzt í 4. bekk, en flestir danskir skólar
hafa enga málmsmíði enn þá, en hugur stendur til, að svo
verði. Kerfi Axels Mikkelsen gerir ráð fyrir hópkennslu, en
tiltölulega lítilli einstaklingskennslu. Samkvæmt því er
gert ráð fyrir 36 nemendum í kennslustund og er alls stað-
ar kennt heilum bekkjum í einu. Þetta atriði auðveldar
mjög stundaskrárgerð, þar sem auðvelt er að setja handa-
vinnu hvar sem er í tímaröðina hjá hverjum bekk, og hve-
nær sem er að deginum. — Skipulag þessa kerfis er lang-
samlega fastast mótað af öllum smíðakennslukerfum Norð-
urlanda. Kennslan er byggð upp frá meðferð áhalda, minna
frá síauknum tæknilegum þunga smíðanna, þó gætir þeirr-
ar hliðarinnar að sjálfsögðu nokkuð. — Venjan er þessi:
Fyrsta árið er sögin aðalvei'kfærið og að heita má hið eina.
Er þá kennd alls konar sögun, þversögun, langsögun, ská-
sögun o. s. frv. Að árinu loknu eiga nemendur að hafa lært
að saga. — Annað árið er hefillinn aðaláhaldið, þá er
kennt að hefla. Þá má smíða hluti, sem bæði þarf að beita
sögun og heflun við, því að nemendur hafa þá lært að
saga. Eftir fyrstu tvö árin eiga nemendur að kunna að
saga og hefla, og Danir segja: „Sá, sem kann að saga og
hefla, kann að smíða.“ Þannig gengur kennslan, að á
hverjum tíma er lögð sérstök rækt við að kenna meðferð
einhvers sérstaks verkfæris. — Mikið úrval af teikning-
um er í hverri smíðastofu, og hver fyrirmynd er ætluð sér-
stöku stigi í æfingarkerfinu. Þannig er til flokkur fyrir-
Wynda fyrir sögunaræfingar, annar fyrir heflun, þriðji
bjúgheflun o. s. frv. Þegar nemendur hafa lært meðferð
verkfæranna, er horfið meira að samsettum smíðaæfingum.
Danskir handavinnumunir eru ekki eins áferðarfallegir
°g handavinnumunir okkar íslendinga, Norðmanna og
Svía. Stafar það af því, að pússun með sandpappír, lökk-
Un eða önnur fegrun yfirborðsins er ekki tekin fyrir, fyrr
en seint í námskerfinu. — Vinnubók er áskilin. Áður en