Menntamál - 01.05.1951, Side 31

Menntamál - 01.05.1951, Side 31
menntamál 77 endur í tíma, og er bekkjum tvískipt. — Einstaklings- kennslu er beitt, ætlazt er til, að hópkennslu sé einnig beitt, en í framkvæmdinni virtist mér hún víðast hvar engin. Vinnubók er talin æskileg, en ekki áskilin. Sænska kerfið. Höfundur þess er Otto Salomon. Stofn- aði hann og stj órnaði lengi hinum þekkta handavinnuskóla a Náás í Svíþjóð. — Á þeim tíma, sem O. S. byggir upp sitt kerfi, er sænski hcimilisiðnaðurinn að miklu leyti að falla úr sögunni. Upprunalaga var tilgangur hans að end- Ul"lífga gamla heimilisiðnaðinn. Margar fyrirmyndir hans voru því sóttar í gömlu sveitamenninguna. Sænski sveitapilturinn hafði lengst af mótað fyrsta smíðisgrip- Jnn með dólknum eða sjálfskeiðungnum sínum. í sam- væmi við það varð hnífurinn fyrsta áhaldið og æ mikið n«tað í kerfi 0. S. — Annars er kerfi 0. S. ekki byggt á kerfisbundinni kennslu í meðferð áhalda, heldur er það fyrst og fremst miðað við stöðugan síaukinn þunga við- tangsefna í smíðinni. Þetta kerfi hefur nú tekið nokkrum breytingum og er þannig kennt víðast. — Carl Malmsten arkitekt hefur haft áhrif á sænska handavinnukennslu °g 0. S. kerfið. En Malmsten ræðst harðlega á ríkjandi Verknámskerfi. Segir hann, að þessi kerfisbundna náms- röð í notkun verkfæra og ákveðna munaval eftir stighækk- andi þunga verkefna eyðileggi áhuga og drepi starfsvilja nemendanna. Hann telur, að fyrirmyndir um smíðaval eigi ekki að vera til að smíða eftir, heldur til að gefa hug- nryndir. Á nokkrum stöðum er kennt eftir hugmyndum Malmstens. Hins vegar virtist mér áhrifa Malmstens gæta ttieira í Noregi en í Svíþjóð. — Sænska kerfinu, eins og fcað er framkvæmt núna, verður í fæstum orðum lýst með Því að skýra frá fyrirmyndum (modelserier) þeim, sem át komu í Gautaborg 1943 og eru nú notaðar í barna- og unglingaskólum. Það eru þrjú hefti um trésmíði og önnur þrjú um málmsmíði. Eftir þessum fyrirmyndum eru æfing- arnar 27. Það er, að 27 muni þarf að smíða hið minnsta,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.