Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 33
menntamál
79
fara með nál, víða er þeim kennt að prjóna og á nokkrum
stöðum að hekla, en þessi kennsla fer aðallega fram í barna-
skólunum. — Hússtjórn er drengjum aftur á móti kennd
bæði í barna- og framhaldsskólum.
Handavinna stúlkna. Ekki er neinn höfuðmunur á
handavinnukennslu stúlkna á Norðurlöndunum þremur,
kerfín eru mjög lík, en kennslan hefur þó sinn sérstæða
svip í hverju landi. Kennslan í hverju landi ber blæ af
skólahaldi landsins, og einnig af verknámskerfunum, sem
ég lýsti hér að framan, t. d. er í Danmörk kennt heilum
bekkjum, allt að 36 nemendum í einu, og hin fræðilegu
atriði eru kennd í hópkennslu, en í Noregi og Svíþjóð er
kennt hálfum bekkjum í einu, og lítið eða víðast ekkert
beitt hópkennslu. — Munurinn á handavinnukennslu
stúlkna í þessum löndum er ekki svo mikill, að ég sjái
ástæðu til að lengja mál mitt með því að ræða handavinnu-
kennsluna í hverju landinu fyrir sig. — Hinn almenni til-
gangur handavinnukennslunnar er að gera nemendurna
sem mest sjálfbjarga um að sjá um klæði sín, og að þeim,
er síðar verða húsmæður, verði þetta nám að sem mestu
gagni. I þessu skyni eru nemendur látnir sem mest iðka
handavinnu. Fegurðarsmekkur er þjálfaður, einnig er
þeim kennt um litaval og samsetningu lita. Nemendum er
kennd mynzturteiknun. Stundum búa nemendur sjálfir
til mynztrin. Og í norskum framhaldsskólum er ætlazt til
þess, að nemendur búi til mynztur, og er þeim kennt
hvernig mynztrin skulu sett, svo að vel fari og allt efni
hagnýtist sem bezt. — Vinnubækur eru almennt notaðar.
Hver nemandi hefur sína vinnubók og skrifar í hana það,
sem kennslukonan leggur til grundvallar í kennslunni,
einnig setja stúlkurnar alls konar sýnishorn inn í bókina
og skrifa skýringar við, þær teikna mynztrin í bókina,
klippa snið og líma í hana.
f Svíþjóð virðist mér mest vandað til handavinnusala,
enda var svo að heyra, að þeir væru að nokkru leyti teknir