Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 35

Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 35
menntamál 81 kennslustundum er varið til bóklegs náms, eru þá undir- búnar næstu verklegar æfingar. Á eftir bóknáminu kemur eldhúsdagur, þar sem verklega námið fer fram. í eldhús- inu er nemendum skipt niður í fjölskyldur, hver einstakl- ingur tölusettur og síðan fengið tiltekið yerk að vinna. Nemendurnir skipta svo hlutverkunum þannig, að eftir nokkurn tíma hefur hver nemandi gegnt öllum hlutverk- unum. f dönskum skólum eru 7 einstaklingar í f jölskyldu, en í sænskum og norskum skólum 4. í verklegu kennslunni er kennt heilum bekkjum í einu í Danmörku, allt að 36 nemend- um, en í Svíþjóð og Noregi hálfum bekkjum, 16 nemendum. Frágangur skólaeldhúsa er nokkuð á annan veg í Dan- mörku en í Svíþjóð. Stafar það aðallega af tvennu. Ann- ars vegar af mismun nemendafjölda í kennslustund í Danmörku og Svíþjóð, og hins vegar af því, að í Svíþjóð fer nú orðið að heita má eingöngu fram fjölskyldukennsla, eins og lýst var, en í Danmörku fer kennslan fram á þrenn- an hátt. Þó virtist mér, að í Danmörku væri að því stefnt að auka fjölskyldukennsluna, en hverfa meira frá hinum tveimur kennsluháttunum, sem einkanlega hafa verið not- aðir fyrir byrjendur. Ný, norsk eldhús eru mjög í líkingu við ný sænsk eldhús, nema hvað sænsku eldhúsin eru full- komnari. Hvorutveggja eru ætluð fjórum fjölskyldum, það er 16 nemendum, en norsku eldhúsin eru auk þess þann- ig gerð, að hægt er að beita hópkennslu í matargerð fyrir 16 nemendur.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.