Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 37
menntamál
83
Stjórn BSRB hafði þegar í janúar ritað ríkisstjórn og
bent á nauðsyn þess, að frekari verðbólga yrði stöðvuð,
ella hlyti samtökin að krefjast fullrar vísitölugreiðslu.
— Er svo varð ekki, en gjaldeyrisskattur þess í stað settur
á frílistavörur, er margar hverjar eru nauðsynjavarning-
ur, gerði stjórn bandalagsins svofellda ályktun 19. marz
s. 1. og sendi ríkisstjórninni:
„Með tilvísun til samþykktar, er gerð var á fundi stjórn-
ar BSRB þann 8. janúar s. 1. og afhent var hæstvirtri ríkis-
stjórn, hefur stjórn bandalagsins gert eftirfarandi álykt-
un á fundi sínum 19. marz 1951:
Frá því um áramót hefur vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 3 til 5 stig, og munu meiri hækkanir í vændum
bæði sökum verðhækkana erlendis svo og ráðstafana, er
gerðar hafa verið bátaútveginum til hjálpar.
Stjórn BSRB telur, að kjör meginþorra launafólks séu
nú slík, að frekari kjararýrnun beri að afstýra eftir öll-
um hugsanlegum leiðum. Fyrir því beinir bandalagsstjórn-
in þeim tilmælum til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að hún láti
nú þegar fara fram sérfróða athugun á því, hvaða leiðir
kynnu að vera tiltækilegar til að tryggja hlutfall milli
launa og raunverulegs framfærslukostnaðar, er ekki sé
óhagstæðara en var um síðast liðin áramót. Fulltrúar laun-
þegasamtakanna eigi þess kost að fylgjast með niðurstöð-
um þeirra athuguna jafnóðum og þær liggja fyrir, og verði
þannig leitazt við að finna grundvöll til viðunandi úrlausn-
ar kjaramálum launafólks.
Að öðru leyti ítrekar stjórn BSRB samþykkt sína frá
8. janúar s. 1. og samþykktir 13. þings bandalagsins um
áýrtíðarmál.
Leyfum vér oss í því sambandi að taka upp þær sam-
bykktir þingsins, sem snerta sérstaklega endurskoðun
framfærsluvísitölu og launagreiðslur samkvæmt henni.
„13. þing BSRB skorar á alþingi og ríkisstjórn að beita
sér fyrir því að hafizt verði nú þegar handa um endur-