Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 38

Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 38
84 MENNTAMÁL skoðun vísitölu framfærslukostnaðar, þannig að hún sýni framvegis sem réttasta mynd af þeim breytingum, sem á raunverulegum framfærslukostnaði verða.“ ,,13. þing BSRB væntir þess, að ríkisstjórn og Alþingi geri nauðsynlegar ráðstafanir til heftingar verðbólgunni eftir öllum hugsanlegum leiðum. Séu slíkar ráðstafanir ekki gerðar, lýsir 13. þing BSRB yfir því, að það krefst mánaðarlegra launahækkana til handa opinberum starfs- mönnum til samræmis við hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar“.“ Samtök opinberra starfsmanna stóðu að hátíðahöldum og opinberum fundum með verkalýðsfélögunum hér í höf- uðstaðnum 1. maí, en aðalkröfur dagsins voru: Full greiðsla samkvæmt framfærsluvísitölu. Stöðvun frekari verðbólgu og eining launþegasamtakanna. Eins og áður segir, hafa nú meginkröfur verkalýðs- félaganna um fullar vísitölugreiðslur á verkamannalaun verið viðurkenndar. Ákvarðanir um fulla vísitöluuppbót til handa opinber- um starfsmönnum eftir sömu reglum, er gilda um launþega, er taka laun á frjálsum markaði, eru nú til yfirvegunar hjá ríkisstjórninni, og mun ekki dregið í efa, að jákvæðar ráðstafanir í þessu efni verði gerðar nú á næstunni. Kennaranámsskeið. S. í. B. gengst fyrir kennaranámsskeiði í Reykjavík fyrra hluta júní- mánaðar. Aðalviðfangsefni verður vinnubókagerð, handavinnukennsla drengja og föndur. Leiðbeincndur í vinnubókagerð verða Jónas B. Jónsson og Guðmundur Pálsson, í liandavinnu drcngja Gunnar Klængsson, en óráðið er enn (26. maí), hver leiðbeinir um föndrið. Enn fremur gengst Landsamband framhaldsskólakcnnara fyrir námsskeiði um sömti mundir í íslenzku, dönsku og söng. Leiðbein- endur í islenzku verða Sveinbjörn Sigurjónsson og I.árus Pálsson, í dönsku F.lse Hansen og Martin Larsen og í söng I-Teinz Edelstein og Róbert A. Ottósson.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.