Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 4
122 MENNTAMÁL Marga þeirra skortir allan skilning á starfinu hér. Þó ber við, að hingað rekist fólk, sem ber skynbragð á það, t. a. m. rektor við menntaskóla í Árósum. Svo undarlegt sem það má virðast, dvaldist hann hér nokkura daga og fylgdist með vinnubrögðum bekkjarins. Nokkurir nemend- anna gerðu grein fyrir kryddvörum, og þeim tókst þetta víst með ágætum. Hann skrifaði mér bréf nokkuru síðar og bað mig að koma til Árósa og skýra frá starfinu. Hann fer um þetta svo fögrum orðum, að ég kem mér varla að því að hafa þau eftir. Iiann hreifst svo af því, að and- rúmsloftið í stofunni skyldi vera þrungið öryggiskennd, frjálsræði, gagnkvæmu trúnaðartrausti og hlýleika. „Mig stórfurðaði á því, hve mikið drengirnir vissu um það verk- efni, sem þeir höfðu valið sér, og jafnvel enn þá meir á því, af hve lífrænni sérþekkingu hópurinn uppi við kenn- araborðið meðhöndlaði hvern þátt úr viðfangsefninu um sig, hvort sem það var frá sjónarhól náttúrusögu, menn- ingarsögu, landafræði eða næringarfræði eða þá frá sjón- armiði matseldar og verzlunar o. s. frv. Það, sem hafði dýpst áhrif á mig, var „bragurinn“ og „andinn“, sem ríkti meðal þátttakenda: samstarfshugur, sem ég hygg munu setja svipmót á drengina alla ævi, trúmennska gagnvart verkefninu, sem er sennilega einn hinn bezti heimanbún- aður frá skólans hálfu fyrir þá sem þjóðfélagsþegna. Ég hef kynnzt ágætri kennslu bæði í dönskum og sænskum skólum, en mér virðist þér fremur en nokkur annar kenn- ari, sem ég þekki, framkvæma á yðar hátt hugsjón Grundt- vigs um „skólann í þjónustu lífsins.“ — Hér lýkur tilvitn- uninni. Fyrirgefðu, að ég skyldi fara að skrifa þér þetta, en það er í sannleika örvun að því að heyra stöku sinnum viðurkenningu og orð mælt af vingjarnlegum skilningi." Úr bréfi frá 3. ágúst 1951. „Árangurinn af verkefninu: um Gautaborg, varð mér undrunarefni. Hann var alveg prýðilegur. Við notuðum svo

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.