Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 17
menntamál
135
Á að gefa vitnisburð fyrir mannlegar dygðir?
í síðasta hefti Menntamála ritar Guðmundur M. Þor-
láksson kennari þarfa hugvekju, þar sem hann leggur
ríka áherzlu á þá margumræddu skyldu skólanna að efla
manndóm nemendanna engu síður en kenna þeim „fræð-
in“. Þetta eru sannindi, sem verða aldrei um of brýnd
fyrir okkur, sem að uppeldismálum störfum. Svo að skól-
unum megi takast betur að rækja þessa skyldu, leggur
hann til, að gefinn verði vitnisburður fyrir „iðkun þeirra
mannlegu dyggða, sem þjóðfélagið ætti að meta mest.“
Ég er ekki eins trúaður á þetta úrræði og G. M. Þ. og
vildi láta það koma fram, einkum þar sem mér er kunnugt
um, að skoðun hans á nokkurt fylgi meðal kennara. Ég get
þó ekki rætt þetta mál nema stuttlega, að minnsta kosti
ekki að þessu sinni. Mig langaði aðallega að vara við einni
hættu, sem slíkur vitnisburður hefur í för með sér: Þeir
nemendur, sem yrðu fyrir því að fá lága einkunn í þess-
um efnum, mundu snúast öndverðir gegn kennurum og
skóla. Það er miklu viðkvæmara mál að fá lakan dóm um
mannorð sitt en kunnáttu, auk þess sem það er stórum
erfiðara að finna skynsamlegar forsendur fyrir slíkum
dómi. Að minni hyggju er það afar erfitt cg jafnvel ókleift.
Að minnsta kosti þarf til þess mikla þekkingu á eðli mann-
legra athafna og nákvæma rannsókn á eðli og aðstæðum
þess, sem dæmast skal.
Ef slíkir dómar leiða til þess, að börn snúi reiði sinni
gegn skóla og kennurum, tel ég illa farið. Börn bæta aldrei
framferði sitt fyrir áhrif frá öðrum en þeim, sem þau
telja vini sína. Vitnisburðurinn getur því hæglega leitt til
þess, að skólinn missi tök á því mannbótastarfi, sem á að
vera mark hans og mið.
ófullkomleiki okkar mannanna er mikill, en ef til vill
hvergi meiri en í því efni að dærna rétt hver um annan,