Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XXIV., 4. NÓV.—DES. 1951 Úr bréfum frá Glanzelius. Max Glanzelius kennari i Gautaborg er mörgum íslenzk- um kennurum að góðu kunn- ur, frá því að hann kenndi á námsskeiöi, sem haldið var í Reykjavík á vegum S. í. B. vor- ið 1946. Glanzelius er meðal þekktustu kennara i Svíþjóð sem brautryðjandi í nýjum vinnubrögðum í kennslu. Hann hefur gefið út ásamt þremur öðrum kennurum í Gautaborg bók um vinnubrögð sín. Heitir hún Várt arbetssátt og heíur vakið mikla athygli um Norður- lönd. — Glanzelius hcldur alltaf tryggð við ísland, síðan hann dvaldist hér, og hugleiðir íslenzk uppeldismál, eins og sjá má m. a. af bréfkafla, sem hér fer á eftir. — Þeir kaflar, sem hér eru birtir, eru teknir úr bréfuni til Jónasar B. Jónssonar fræðslu- fulltrúa, sem heíur náin kynni af starfi Glanzeliuss. Bréf Glanzeliuss bera þess órækt vitni, að hann er rnaður, sem gegnir köllun sinni af lífi og sál. Þau varpa einnig ljósi yfir það merkilega starf, sem hann vinnur. — Og nú örlar lítillega aftur á áhuga meðal íslenzkra kenn- ara að taka upp slík vinnubrögð. Þess vegna eru þessir kaflar birtir, ef þeir mættu verða til þess að örva þann áhuga. Úr bréfi frá H. maí 1951. „Hjá drengjunum mínum í fullnaðarprófsdeildinni stendur nú kollhríðin yfir. Þeir eiga nú nærri því allir að gerast beinir þátttakendur í atvinnulífinu. Þetta eru orðnir vöxtulegir piltar. Gesti ber oft að garði hér í skólanum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.