Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 19
menntamál 137 skipa ætti fyrir um, að þéranir yrðu teknar upp í skólum eða ekki. Ég skal segja það þegar, að ég er mjög andvígur slíkri fyrirskipun, en að öðru leyti skal ég játa á mig dá- litla hálfvelgju í því máli, hvort útrýma skuli þérunum eða efla. Mér er í þeim efnum líkt farið og manni, sem myrkfæl- inn hefur verið í bernsku og aldrei lagt til alvarlegrar at- lögu við myrkfælnina. Þessi siður og virðing fyrir honum var lamin inn í mig í ungdæmi mínu. Og mér mundi þykja óviðkunnanlegt í fyrstu að láta af honum með öllu. Hins vegar hef ég aldrei getað fundið, að hann hefði neitt sér- stakt gildi í sjálfum sér. Ýmsir halda því fram, að hann tryggi meiri tillitsemi í framkomu manna og sé í sjálfum sér einhver kurteisi. Ég hef aftur á móti nærri því dag- lega reynslu af því, að fólk, sem heldur þérunum í fullum heiðri, getur verið svo ótillitsamt og siðlaust í umgengni, að framar verður varla komizt í þeirri grein. Á hinn bóg- inn þekki ég margt fólk, sem ótilneytt ber sér þéranir aldrei í munn, en býr þó yfir svo hárnæmri háttvísi og gagnmannaðri umgengni, að hverri þjóð er til hins mesta sóma. Þá hef ég heyrt því haldið fram, að skólar ættu að hafa Þennan sið til þess að gera greinarmun á umgengni ókunn- ugra og kunnugra. Þetta getur átt við nokkura daga fram- an af skólaári varðandi nýja nemendur og kennara. En fólk, sem vinnur saman daglega mánuðum saman, getur varla talizt sérstaklega ókunnugt. Ég tel eðlilegast, að hver kennari sé látinn sjálfráður um það, hvorum ,,siðnum“ hann fylgir. Auðvitað er það skylda hvers kennara að efla háttvísi og mannaða fram- komu nemenda sinna, en það er óskylt mál því, hvort hann Þúar þá eða þérar. Erfitt er úr því að skera, hvort eigi að sýna meiri tilit- semi tilfinningum þeirra, sem halda fram þúunarsiðnum eða þérunarsiðnum. Að minnsta kosti ætti ekki að beita Yaldi í því skyni.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.