Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 8
126 MENNTAMÁL þau bara að hlýða skipunum og fyrirmælum, sem þau skilja ekki innst með sjálfum sér, í hvaða skyni eru gerð. 0g þess vegna eiga þau erfitt um að auðsýna þeim fyllstu hlýðni. Nemendunum finnst því sem grár skuggi vonleysis og tilgangsleysis hvíli yfir miklum hluta skólagöngunnar. Við eigum öll þessu líka reynslu og börnin allt í kringum okkur fá sí og æ að kenna á henni. Og þau mundu segja hug sinn, ef þau óttuðust ekki snuprur. Kennarinn þarf ekki að gera miklar breytingar í frjáls- legra horf á starfstilhögun sinni til þess, að bragurinn, andinn, í kennslustofunni batni og þar verði bjartara um að litast. Komið því þannig fyrir, að börnunum gefist kost- ur á að leita einhvers og uppgötva eitthvað, leyfið fram- taksemi barnsins að njóta sín í einhverju, með því móti vaknar áhugi barnsins á skólastarfinu. Öll reynsla mín af starfsemdaruppeldi (aktivitetspedagogik) hefur fært mér heim sanninn um, að svona er þessu farið. Allt er undir kennaranum sjálfum komið, eins og hinn norski stöðunautur minn sýndi svo glögglega fram á.“ Frá UNESCO. Fyrir skemmstu beitti Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóSanna sér fyrir ráðstefnu um kjarnorkumiðstöð fyrir Evrópu. Nú hefur sama stofnun gengizt fyrir annarri ráðstefnu um að koma á fót aljtjóðlegu rannsóknartáði á vettvangi félagsvísinda í því skyni, að rannsóknir í þessum efnum gætu leitt til Ijættra lífskjara og betri afkomu almennings um víða veröld. Árangur ráðstefnunnar er talinn vera sá, að hið alþjóðlega ráð verði sett á laggirnar jregar á þessu ári. Verkefni rannsóknarráðsins verður að hvetja vísindamenn um jjjóðfélagsmál að kynna sér nánar félagshætti vorra tíma og samræma rannsóknirnar. Lagt hefur verið til, að ráðið verði skipað 15 mönn- um. Skulu jjeir vera fulltrúar þjóðlegrar menningar landa sinna, en auk Jjess fræðimenn um félagsmál, stjórnmál, hagfræði, löggjöf, menn- ingu, mannfræði eða félagslega sálarfræði. Fréltir frá starfsemi S. Þ. (stytt.) I

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.