Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 14
132
MENNTAMÁL
manna í Reykjavík hefur hann verið mjög starfsamur
félagi. Og hann er hvarvetna góður félagi, áhugasamur
og ósérhlífinn. Hann er jafnan hress í bragði, léttur í máli
og hefur gaman af að láta fljúga í kviðlingum að góðum
íslenzkum sið, enda mun hann einn hinna fáu íslenzkra
kennara, sem lagt hefur stund á að kenna nemendum sín-
um þá göfugu íþrótt.
Menntamál hafa sérstaka ástæðu til að árna honum
heilla og þakka honum sívakandi umhyggju í þeirra garð.
Ingimar er kvæntur Solveigu Guðmundsdóttur frá Há-
eyri, og eiga þau 4 uppkomin börn, 3 dætur og einn son.
Á. H.
Olaf Aasgaard
skólaeftirlitsmaður í Þrándheimi hefur átt viðtöl við ýntis bliið
þar í bæ um íerðalag sitt til íslands s. 1. haust. Lætur hann liið bezta
af ferðum sínum. Verður honum tíðræddast um þá miklu áherzlu,
sem lögð er hér á íþrótta- og söngkennslu í skólum. Einnig dáist ltann
mjög að skólahúsunum nýju. Hann rómar og viðtökur allar.
Um útgáfu Menntamála.
Þetta síðasta hefti árgangsins 195) er tilbúið í síðara lagi. Stafar
það af því, að varlegra þótti að gera sér grein fyrir afkomunni, áður
en bætt yrði við einu hefti. Eins og kunnugt er, hefur útgáfukosnað-
ur hækkað verulega s. I. ár, en áskriftagjöld staðið í stað. Af þeim
ástæðum reyndist ókleift að gefa út jafnmikinn arkafjölda og í fyrra.
Um útgáfuna 1952 er ýmislegt í óvissu enn, t. d. hvort um hana
verður samvinna milli S. í. B. og L. S. F. K. eins og undanfarin tvö
ár. En væntanlega koma Menntamál út á árinu, þótt eitthvað verði
þau að draga saman seglin.