Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 133 Ritstjórarabb. Utgáfa námsbóka. Ríkisútgáfa námsbóka hefur nú starfað liðlega hálfan annan áratug. Með stofnun hennar og starfi var leyst úr niiklum vanda, sem fátækum heimilum var á höndum: að sjá skólabörnum fyrir sæmilegum námsbókakosti við við- ráðanlegum kostnaði. Ég hygg, að flestir kennarar kunni að meta það, sem þessi stofnun hefur vel gert. Hún hefur gefið út þær kennslubækur, sem fyrir hendi hafa verið,og yfirleitt skilað þeim greiðlega til skólanna. Vart mun þess dæmi, að út- gáfan hafi komið í veg fyrir, að kennslubók, sem á boðstól- um hefur verið, hafi ekki verið út gefin. Og svo litlu hefur verið kostað til þessarar starfsemi, að furðu gegnir. Árið 1949—1950 nam reksturskostnaður útgáfunnar 163.500 kr. og s. 1. ár 178 þús. Fyrir þetta fé er öllum skólaskyldum börnum í landinu u. þ. b. 15 þús. talsins, séð fyrir námsbókum. Verður því ekki neitað með sanni, að hér sé á málum haldið af óvenjulegri forsjálni. En þótt þessu sé nú svo farið, felur sú mikla sparsemi, sem hér er í frammi höfð, ýmsar hættur í sér. Vil ég þar fyrst til nefna, að frágangur bókanna er ekki svo vand- aður sem skyldi. Að vísu er hann hvergi nærri ósnotur, og Pappír hefur yfirleitt verið mjög sæmilegur. Hins vegar hefur heftingin verið léleg, þ. e. vírhefting. Hefur það haft það í för með sér, að blöð losna fljótlega, jafnvel þótt bækurnar verði fyrir litlu hnjaski. Veldur það börnum oft sárum vonbrigðum að geta ekki með góðum ásetningi um gætilega meðferð haldið bókunum heilum. Þá er tilbreyt- ingarleysið ákaflega mikill ókostur. Bækurnar eru allar svo til alveg eins að útliti, þykktin nsérri því söm og brotið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.