Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 5
menntamál
123
til engar bækur. Ég sagði nemendunum þetta fyrir fram,
en þeir létu það sízt á sig fá. Ein ástæðan til þess, að ég
gerði þessa tilraun, var sú, að ég minntist ykkar á íslandi
og þess skorts á handbókum, sem þið eigið við að etja. Ég
man, að þú, Jónas, talaðir oft um það atriði. Þess vegna
ákvað ég að leggja út í eitt verkefni bókalaust. Og mér til
mikillar undrunar tókst þetta og tókst vel.
Þegar við ræddum verkefnið í fyrstu, sögðu nokkurir
drengir: „Við getum farið út og skoðað það, sem við eig-
um að skýra frá.“ Báðu margir flokkar um ,,útgönguleyfi“.
Sumir kváðust mundu skoða Hallarskóginn, aðrir Gathen-
hjelmshúsið, enn aðrir norðurbæinn o. s. frv. Ég sat eftir
í skólastofunni og spurði og spáði, hversu þetta mundi
takast. En þegar drengir áttu að gera grein fyrir því, sem
þeim hafði tekizt að viða að sér, varð ég, eins og ég áður
sagði, öldungis forviða. Greinargerð þeirra var ágæt,
reglulega skemmtileg. Og sem sagt bókalaust! Þetta er
líka hægt. Það þarf aðeins að vekja löngun hjá börnunum
til þess að leita, þá finna þau margt athyglisvert, sem þau
geta skipað saman í heild, þegar þau eiga að skýra sam-
bekkingum og kennara frá niðurstöðum.
Ég man, að ég var sjálfur að hugsa um, hvað þau mundu
geta sagt um verkefni eins og Hallargarðinn. Mér þótti
ekki líklegt, að þar yrði „um auðugan garð að gresja.“ En
þetta reyndist á annan veg. Ég hef aldrei heyrt jafngóða
og skipulega lýsingu á því, sem garður sá hefur á boð-
stólum! Sem sé: vekið rannsóknarlöngun barnanna — og
leyfið þeim að vinna verkið eins og þeim er eðlilegt. M. a.
gerðu þeir grein fyrir trjágróðrinum, spendýrunum, fugl-
unum o. s. frv. Þeir lýstu hverju dýri um sig, nefndu nafn
þess, ræddu, hvaða fæða hæfði bezt hverju og einu. Þeir
höfðu leitað í dýramyndasafni skólans og sýndu myndir
af dýrunum, um leið og þeir lýstu þeim. — Þeir lýstu ýms-
um gömlum byggingum, tjörnum o. fl. o. fl.
Það vgeri freistandi að segja nákvæmlega frá því, hvern-