Menntamál - 01.12.1953, Page 3

Menntamál - 01.12.1953, Page 3
MENNTAMÁL XXVI. 4. NÓV.—DES. 1953 HELGl ELÍASSON frœðslumálastjóri: LJr Bandaríkjaför 1953 1. Aðdragandi. Það mun hafa verið snemma árs 1951, sem dr. Nils W. Ohlson, forstjóri Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna í Revkjavík, kom til mín og tjáði mér, að ég ætti kost á fjögurra mánaða dvöl í Bandaríkjunum til þess að kynnast þar skóla- og upp- eldismálum. Ég mátti ráða því, hvaða þætti þessara mála ég kynnti mér og hvar. Ef ég vildi sinna þessu, skyldi ég koma með óskalista, sem komið mundi verða á framfæri við yfir- stjórn fræðslumála í Was- hington, og mundi hún svo gera drög að áætlun um dvöl mína. Ekki yrði geng- ið frá ferðaáætlun til fulls, fyrr en ég kæmi vestur. Fargjöld milli landa og staða mundi gestgjafinn greiða svo og 10 dollara á dag fyrir dvalarkostnaði. Ég hafði aldrei komið til Ameríku. Þetta þótti mér því girnilegt boð og höfðinglegt, en ýms- ar ástæður ollu því, að ég gat eigi tekið því, nema förin Helgi Eliasson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.