Menntamál - 01.12.1953, Page 10

Menntamál - 01.12.1953, Page 10
132 MENNTAMÁL vention Hall“. Nöfn þeirra eru skammstöfuð þannig: AASA. og NEA. Fyrr nefndu samtökin — American Association of School Administrators — eru aðallega fyrir stjórnendur skóla, allt frá barnaskólum upp í háskóla, skólastjóra, námsstjóra, fræðslumálastjóra og aðra, er að stjórn skóla- og uppeldismála vinna. NEA — National Education Association — er víðfeðmari félagsskapur kennara og uppalenda, en milli þessara félagasambanda er mjög náið samstarf. Þingsetning fór fram daginn eftir að ég kom til Atlantic City (á sunnudag), og var hún mjög hátíðleg. I hálftíma, meðan 17000 manns voru að safnast í fundar- salinn, voru spiluð sígild tónverk á feiknastórt rafmagns- orgel. Að loknum orgelleik og söng var flutt stutt fyrir- bæn. Þá var þingið sett með stuttu ávarpi, og síðan flutti prestlærður maður, Douglas Horton, alvöruþrungna ræðu, er hann nefndi: „Frá þrældómi til frelsis”. Fjallaði ræð- an aðallega um það, að ekki væri nóg að vera frjáls að nafninu til heldur yrði fólk — og þá eigi sízt það, er að uppeldis- og skólamálum starfar — að sýna það í verki, að frelsið væri dýrmætustu mannréttindin og þau vand- meðförnustu. Benti ræðumaður í því sambandi á söguna um glataða soninn. Aðrir starfsdagar þingsins hófust með svipuðum hætti og sá fyrsti, þ. e. með orgelslætti (frá kl. 8.30—9), þá söng og fyrirbæn — og var þess gætt, að ekki væri mis- skipt milli kirkjudeilda — og síðan fyrirlestrar einn eða fleiri eða umræður um skóla- og uppeldismál. Að loknu hádegishléi var haldið áfram fyrirlestrum eða umræð- um til kl. 17—18, en á kvöldin voru ýmist hljómleikar, leiksýningar eða annað til hátíðabrigða, og sáu skólar oft um þann þáttinn — sumir þeirra langt að. Allir fyrirlestrar og kvöldsýningar fóru fram í aðal- salnum, en umræðufundir voru á mörgum stöðum í húsinu. Aðalumræðuefni þingsins var að fjalla um uppeldið í

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.