Menntamál - 01.12.1953, Síða 13

Menntamál - 01.12.1953, Síða 13
MENNTAMÁL 135 Einnig’ vorum við gestir á heimilum borgarbúa kvöld og kvöld, til þess að við kynntumst fólki nánar. Mér virtist öll fræðsla, sem fram fór í „International Center“ bera þess vitni, að reynt væri að láta okkur fá sem sannasta fræðslu, og að því stefnt, að þátttakendurnir mynduðu sér sem sjálfstæðastar skoðanir um það, sem um var rætt. Það var t. d. kona af negraættum, prófessor frá Harvard-háskóla, sem fræddi okkur um aðstöðu og sjónarmið negranna. Um trúmálin og kirkjuna ræddu 3 menn — og hlustuðu hver á annan — þ. e. kaþólskur prest- ur, mótmælandaprestur og rabbí (Gyðinga-„prestur“). í framhaldi af fyrirlestrunum gátu menn spurt um það, er þeim sýndist og hægt var að tengja málefni því, er fyrirlesturinn fjallaði um. Það er venja í „International Center“ á föstudagskvöld- um, að nokkrir gestanna — 3 til 5 — segi félögum sínum frá landi sínu eða átthögum. Ég var svo heppinn að hafa meðferðis fáeinar íslenzkar skuggamyndir, sem Vigfús Sigurgeirsson lánaði mér. Ég sýndi þær og skýrði frá því helzta, sem einkenndi land okkar og þjóð. Annar sýndi sama kvöld kvikmynd frá Nepal, sá þriðji sagði frá hög- um og háttum fólks í Brasilíu, og þótti mönnum sín ögnin af hverju vera fengin frá mjög svo ólíkum löndum. Næstu tvær vikur var ég langoftast alla daga í fræðslu- málaskrifstofu ríkisins eða á hennar vegum í skólum og stofnunum, sem mér máttu verða til fróðleiks og skiln- ingsauka. Ég fékk allmikið af blöðum, bæklingum og bók- um um stjórn skólamála, einstakar greinar uppeldismál- anna o. fl., er mér mátti að gagni verða, og fór mikill tími til þess að glugga í það. Ég heimsótti aðalstöðvar kennarasamtaka Bandaríkj- anna, NEA, og hitti þar m. a. framkvæmdastjóra þeirra, dr. Carr, sem sumir íslenzkir kennarar munu kannast við. Þar er sannnefnd leiðbeiningar-, menningar og hags- munamiðstöð bandarískra kennara í öllum tegundum

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.