Menntamál - 01.12.1953, Síða 21

Menntamál - 01.12.1953, Síða 21
MENNTAMÁL 143 Um sumarið, hið sama ár, birti Norðanfari aðra grein um skólamál, sem virðist hafa haft nokkur áhrif á skóla- haldið. Sú grein er þó ekki um barnaskólann beinlínis, heldur um almenna menntun yfirleitt. Er þar m. a. rætt um kennslugreinar skólanna, hverjar þær eigi að vera og hvernig þær skuli kenndar, bæði í barnaskólum og ung- mennaskólum. Greinin er allýtarleg og skynsamleg og undirrituð P. B., sem gæti táknað það að hún væri eftir eyfirzkan skólapilt, gáfaðan og framsýnan, Pál Briem, síð- ar amtmann og áhrifamann hér, bæði á skólann og önnur menningarmál bæjarins um s. 1. aldamót. Enn flytur blaðið Norðanfari grein um barnaskólann í nóvember 1876. Greinin er merkt með stöfunum 0. 0. Efni hennar, auk almennra atriða, er ýmsar bollalegg- ingar og uppástungur um breytingar og endurbætur á skólahaldinu. Má þar til nefna það, að nauðsynlegt sé að bæta við húsrýmið annarri kennslustofu, og þá að bætt sé við öðrum kennara, að börnunum sé raðað eftir ein- kunnum við hver mánaðamót, að tvö próf skuli haldin í skólanum, annað í desember og hitt í lok skólaársins, að lestur sé meira kenndur í skólanum, en danskan aðeins þeim börnum, sem læs séu á sitt móðurmál, að söng- kennsla sé aukin, að elztu börnunum sé kennd veraldar- saga, dráttlist og eitthvað í náttúrusögu o. s. frv. Og jafn- framt þessu ætti svo að lengja skólann í 7 mánuði, og yrðu þá m. a. laun kennaranna lífvænlegri. Allar þessar greinar í blaðinu, og þá einkum hinar síð- ari, munu hafa vakið menn til umhugsunar um skólahald- ið, og án efa haft veruleg áhrif. Hin fyrsta lýsir skóla- haldinu í aðalatriðum þessi fyrstu ár, hvernig tilhögun þess var og hvað kennt var. Er hún hin helzta heimild, sem nú er til, um fyrirkomulag og námsgreinar skólans fram til 1878, en raunar er skólahaldið allt í svipuðum farvegi lengur, a. m. k. meðan Jóhannes Halldórsson stjórnaði því, og reyndar að mestu fram um aldamót.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.