Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL 145 það, að á sem flestum heimilum sé einhver settur til að halda börnum og unglingum til náms. Þótt þetta, að líkindum, gengi ekki allt eins og til var ætlazt, er hitt þó engu að síður vafalaust, að þessi vakn- ing, sem Framfarafélagið hratt af stað, hafði veruleg áhrif í framfara- og menningarátt. Á Akureyri var ekki til slíkra samtaka stofnað fyrr en í ársbyrjun 1879, og höfðu þeir Eggert Laxdal og Friðbjörn Steinsson forgöngu um það. Var tilgangurinn: „að efla menntun og verklegar framfarir Akureyrarbúa", og virðist mikill hugur í mönnum. Skorar Akureyrarfé- lagið þetta ár á menn í öllum sveitum sýslunnar að koma á hjá sér slíkum félagsskap. Á Akureyri beitti félagið sér fyrir stofnun svonefnds Sunnudagaskóla. Var hann eink- um ætlaður ungmennum, sem ekki höfðu tíma til að sinna skólanámi virka daga. Var skólagjaldið aðeins 2 krónur yfir allan kennslutímann, enda kenndu menn kaup- laust. Þennan vetur stóð kennslan yfir frá kl. 4—6 síð- degis hvern sunnudag, og eru námsgreinar: reikningur, réttritun og danska. — Ekki er nú fyllilega ljóst hve lengi skóli þessi starfaði. ... Dr. Guðni Jónsson. Guðni Jónsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykja- vík, varði doktorsritgerð við Háskóla íslands 12. des. s. 1. Nefnist rit- gerðin Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.