Menntamál - 01.12.1953, Page 31

Menntamál - 01.12.1953, Page 31
MENNTAMÁL 153 Unesco. Alþjóðleg fræðslumiðstöð verkamanna var sett á stofn af Unesco á síðast liðnu ári 1 Chateau de la Bréviere í grennd við París. Miðstöð þessari er ætlað að vera samkomustaður manna, sem annast fræðslustörf fyrir verkalýðssamtök. Skulu hverjir skýra öðrum frá reynslu sinni og bera saman bækurnar. Enn fremur eru haldin þarna námsskeið. Meðal þeirra, sem veita þessum námsskeiðum for- stöðu, er enski prófessorinn G. D. H. Cole. Liberia. Fyrsta námskeiðinu um Sameinuðu þjóðirnar og stofn- anir þeirra, sem haldið hcfur verið í Vestur-Afríku, er fyrir skömrnu lokið. Það var lialdið í Monroviu í Líberíu. Fyrir námsskeiðinu stóð Félag Sameinuðu þjóðanna Jiar í landi ásamt ríkisstjórn. Náms- skeiðið sóttu 64 fulltrúar frá sjö löndum í Vestur-Afriku. Meðal sam- þykkta, sem þarna voru gerðar, var áskorun til Unesco um að koma upp fræðslumiðstöð fyrir Vestur-Afríku. Ályktunin var studd þeim röktim, að alls herjar uppfræðsla væri eitt vænlegasta ráðið til að ráða niðurlögum fáfræði, fátæktar og sjúkdóma. Bretland. 7. júní s. 1. var þess minnzt á Bretlandi, að tvær aldir voru liðnar frá stofnun hins mikla safns British Museum. Sir Hans Sloane, sem nefndur hefur verið „faðir náttúrusögunnar" lézt 1753. Hann gaf ríkinu einkasafn sitt eftir sinn dag. Með lögum frá þing- inu sama ár var gjöfinni veitt viðtaka. Var safn Sloane fyrsti vísir að þessu mikla safni, sem opnað var til almenningsnota 1759. Japan. Japanir hafa boðið Unesco að halda námsskeið í Tokyo á næsta ári. Á það að fjalla um lilutverk lista og handiða í uppeldis- málum. Hefur boð þetta verið þegið. Sextíu ríkjum verður boðin þátttaka i námsskeiðinu, og fjölda annarra ríkja verður boðið að senda þangað fulltrúa. Námskeiðinu er ætlað að standa að umbótum á kennslu í listgreinum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.