Menntamál - 01.12.1953, Page 32

Menntamál - 01.12.1953, Page 32
154 MENNTAMÁL Bækur sendar Menntamálum Skriflarbækur Guðmundar I. Guðjónssouar. Á þessu ári hefur komið út bókaflokkur, sem ég vil leyfa mér að benda kennurum á með þessum línum, og á ég þar við skriftarbækur Guðmundar I. Guðjónssonar, en þær eru sjö alls. Guðmundur í. Guðjónsson er löngu kunnur öllum kennurum fyrir framlag sitt til skriftarkennslu í landinu, bæði með námskeiðum víðs vegar, með útgáfu bóka og sem skriftarkennari Kennaraskólans, en jjetta er í fyrsta sinn, sem hann gefur út kerfisbundnar skrifbæk- ur, sem nægt geta nemandanum frá j)ví hann hefur skriftarnám og svö lengi sem hann getur lært skrift. Bækurnar gefa ótal tækifæri til notkunar og væri e. t. v. ekki van- j)örf á, að Guðmundur skýrði fyrir kennurum, t. d. í Menntamálum, hvernig hann teldi lientugast að nota ])ær. Ég tel bækurnar of dýrar til þess að nemendur noti þær eingöngu til að skrifa í, heldur jiurfi að liafa með jreim forskriftarlausa bók af þeim sökum og einn- ig til |)css að nemendur öðlist næga æfingu. í fyrsta og öðru heftinu er allt stafrófið tekið til meðferðar [>. e. a. s. litlu stafirnir. Fyrst koma einföldustu stafirnir, og er sýnt, livernig á að byrja hvern staf og draga hann til enda, einnig er bent á samræmi i halla. Þannig eru allir lágstafirnir sýndir. Þá er kennt að tengja þá hvern við annan í tveggja og jjriggja stafa orðum. Þar næst eru lengdu stafirnir teknir á sama liátt, og bætist nú við samræmið í stærð á lágum staf og lengdum. Þá eru í fyrsta heftinu sýndir tölustafirnir og veitir ekki af að minna nemendur á, að ekki er síður nauðsynlegt að skrifa þá vel en aðra stafi. í Jjriðja lieftinu koma fyrir allir stóru stafirnir og stutt orð í sambandi við þá. í fjórða lieftinu er smærri skrift en í hinum þremur, hæfilega stór fyrir j)á, sem búnir eru að ná góðu valdi á stafagerð. Eru J)ar bæði einstök orð og setningar. Fimmta heftið er fyrsta ein- strikaða heftið, og tel ég })að, ásamt sjötta heftinu, mjög hentugt til notkunar í unglinga- og gagnfræðaskólum, meðan skrift er kennd þar. Síðasta lieftið er verkefnabók, mjög liandhæg handbók fyrir þá kennara, sem gefa nemöndum sínum fyrirmynd á töflu, og eins góð fyrir nemendur sem fyrirmynd, ef kennarar þeirra telja sig ekki geta gefið nógu góða fyrirmynd sjálfir.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.