Menntamál - 01.12.1953, Side 37

Menntamál - 01.12.1953, Side 37
MENNTAMÁL 169 SIGURÐUR GUNNARSSON skólastjóri: Tveir þættir frá Noregi I. Norsk Skolemuseuvi. Þegar ég skrapp til Noregs sumarið 1949, dvaldi ég nokkra daga í Ósló. Kom ég þá snöggvast í Norsk Skolemuseum, en fékk ekki, af vissum ástæðum, að vera þar nema mjög skamma stund. Gat ég því aðeins gert mér takmarkaða grein fyrir starfsemi þess að því sinni. En er ég dvaldi unt tíma í Ósló síðast liðinn vetur og vor, ltafði ég góða aðstöðu til að kynna mér það, enda kynntist ég persónulega safnverðinum, Arthur Gjermundsen, kcnnara. Safn jjetta er tim margt atliyglisvert og til fyrirmyndar Jteim, sem ekki hafa enn komið á hjá sér slíkri starfsemi og þar birtist. Er þar ])ví ánægjulegt og lærdómsríkt að koma, enda nota kennarar sér það óspart. Húsakynni safnsins, sem eru í Möllergataskole, Ósló, eru nú all- mjög bætt frá 1949, þótt enn séu þau reyndar alltof lítil fyrir svo merkilegt safn. Viðbótin er einkum fólgin í þvi, að nú hefur safnið eignazt snotra skrifstofu og ágæta lesstofu, þar sent kennarar geta unnið ákveðna tíma á dag, og eiga greiðan aðgang að miklum fjölda uppeldis- og sálfræðirita og miirgu öðru, er varðar starf þeirra. Les- stofan, sem rúmar allstóran hóp manna, er búin góðum húsgögnum, og eru veggir skreyttir málverkum. Er saga safnsins um margt merk, þótt eigi verði hér rakin að sinni. Greina má safnið í þessa meginþætti: 1. Skólabóka- og kennslutækjadeild. Þar má finna allar skólabækur, sem gefnar hafa verið út á síðustu árum, og einnig öll kennslu- tæki, smá og stór. Er þarna um auðugan garð að gresja, því að útgáfufyrirtæki skólabóka og skólatækja eru allmörg í Noregi og samkeppni hörð. Eru því flestar skólabækur og tæki miklum mun vandaðri og íburðarmeiri en hjá okkur, eins og í nágrannalönd- unum öllum ylirleitt. 2. Nýjustu skólahúsgögn hafa þar sitt ákveðna rúm. — Norðmenn eru sífellt að gcra nýjar tilraunir nteð skólahúsgögn, og eru sum þeirra liarla athyglisverð. 3. Sérstök deild með gömlum skólabókum, skólatækjum og skóla- húsgögnum. Hefur hún yfirskriftina „Det var engang," og er mjög fróðlegt fyrir komandi tima.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.