Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Side 20

Menntamál - 01.06.1971, Side 20
Reglur um skólabókasöfn í Reykjavík í ársbyrjun 1968 skipaði fræðslustjórinn í Reykjavík nefnd til að gera tillögur að reglum um skólabókasöfn við barna- og gagnfræðaskólana í Reykjavík. í nefnd- inni áttu sæti Eiríkur Hreinn Finnbogason, borgarbóka- vörður, og skólastjórarnir Björn Jónsson, Guðmundur Magnússon og Ingi Kristinsson. Eftirfarandi reglur, byggðar á tillögum nefndarinnar, voru samþykktar í Fræðsluráði Reykjavíkur 5. maí 1970. 1. Komið verði upp skólabókasöfnunm í öllum skólum skyldunámsins í Reykjavík. 2. Hlutverk skólabókasafna eru einkum þessi: a) Að vera virkur þáttur í fræðslu- og uppeldisstarfi skólans. b) Að kenna nemendum að nota bækur og bókasöfn sér til gagns og æfa þá í sjálfstæðri heimildaöflun af bókum. c) Að veita nemendum kost á gagnlegu og þroskandi lesefni til tómstunda- lesturs. 3. Bókakost skólabókasafna ber að miða við, að þau séu fær um að rækja þær skyldur, sem um er rætt í grein 2. í bókakostinum sé að finna: a) Hentug uppsláttar- og fræðirit í þeim greinum, sem kenndar eru í skólan- um, sum þeirra í nokkrum eintökum, b) önnur rit, skáldrit og fræðirit, sem hentug geta talizt nemendum til tóm- stundalestrar og sjálfstæðrar heimilda- og þekkingaröflunar. 4. Lágmarksbókakostur hvers skólabóka- safns sé fyrsta árið um 800 bókartitlar, en nokkru fleiri bindi, sbr. grein 3 a. Aukning og viðhald bókakosts sé síðan um 200 bindi á ári, þar til bókakostur safnsins er um 2000 bindi. 5. Skólabókasafni er stjórnað af skólabóka- verði, sem getur verið einn af kennurum skólans, og er ráðning hans háð sam- þykki fræðslustjóra. 6. Skólabókasafn sé opið kennurum og nemendum skólans til frjálsra nota sem næst hálfri klukkustund á viku á hverja bekkjardeild skólans. Þá sé einnig gert ráð fyrir, að hver bekkjardeild, 10 ára og MENNTAMÁL 82

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.