Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 17
lí barnaskólum nemur fækkunin á ári 12—13 dögum. Þetta liefur í för með sér sambærilega lengingu á árlegum starfstíma kennara barna- skólanna. S.Í.B. telur óeðlilegt að ákveða í lög- um slíka lengingu á árlegum starfstíma kennara, án þess að áður sé samið um það við kennara- samtökin. í frumvarpinu er reyndar að finna fleiri atriði, senr hafa í för með sér breytingar á kjörum kennara. S.Í.B. álítur óeðlilegt að setja í þessi lög atriði, sem varða kjör kennara, þar sem um þau ber að semja samkv. lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Með liliðsjón af framansögðu telur S.Í.B. sjálfsagt, að leyfis- dagar í skólum verði ákveðnir í reglugerð, enda verði áður haft fidl samráð við viðkomandi kennarasamtök. Um 47. og 48. gr. S.f.B. leggur til, að nemendafjöldi í Irekk verði mun minni en frumvarpið gerir ráð fyrir. í grg. grunnskólanefndar er þess getið, „að mjög óvíst sé, hvort eins náið samband sé á milli bekkj- arstærðar og námsárangurs og ýmsir hafa talið“, og bendir nefndin á, að erlendar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þessu atriði, styðji þessa skoðun. S.Í.B. leyfir sér að vekja athygli á, að því aðeins geta slíkar rannsóknir gefið vísbend- ingu um samband rnilli bekkjarstærðar og náms- árangurs, að þær séu gerðar við svipaða aðstöðu og kennsluskipan og er hér á landi. S.Í.B. dregur því í efa, að af slíkum rannsóknum megi draga þær almennu ályktanir, sem fram korna í grg. grunnskólanefndar. Það kemur einnig fram í grg. nefndarinnar, að gera megi ráð fyrir, að Iiið hefðbnndna bekkjarkennslufyrirkomulag hverfi srnánr sam- an, en í stað þess muni aukast skipting nemenda í stærri eða minni hópa, allt eftir eðli námsefn- isins og þroskastigi nemenda. S.Í.B. getur út af fyrir sig fallizt á þessar spár nefndarinnar, en telur þó, að meðan „hin hefðbundna bekkjar- kennsla" tíðkast og jafnframt er stefnt að því að draga úr röðun nemenda í bekkjardeildir eftir námsárangri, séu hámarkstölur nefndarinnar í bekk alltof háar, enda kemur fram viðurkenning nefndarinnar á jrví, að „Kennsla með mjög breytilega námsgetu innan sörnu bekkjardeildar lilýtur að verða afar örðug í mjög stórum deild- um“. Reynsla íslenzkra kennara sýnir ótvírætt, að þeir telja náið samband milli Ijekkjarstærðar og námsárangurs og liafa oft látið þá skoðun í ljós m.a. í fundasamþykklum. Á 22. fulltrúajringi S.Í.B. vorið 1972 var sam- þykkt tillaga um hámarksfjölda nemenda í bekk og eitinig, jregar í bekkjardeild eru nenrendur af fleiri en einum aldursflokki. Um 51. gr. Þarfnast ekki skýringa. Um 52. gr. Hér er lagt til, að viðkomandi kennari og skólastjóri skuli einnig, ásamt sálfræðideikl og öðrum sérfræðingum, leggja dóm á jrað, hvort barn skuli njóta sérkennslu. Um 53. gr. S.Í.B. telur nauðsynlegt, að tekin séu af öll tvímæli um tvískiptingu sérkennsluþjónustunnar, Jr.e.a.s. annars vegar sérkennslunnar innan grunn- skólans, sem eðlilegt er að fræðslustjórar skipu- leggi og stjórni, og hins vegar sérkennslunnar, sem fram fer í sérstofnunum og lieyrir beint undir menntamálaráðuneytið. Ennfremur leggur S.Í.B. áherzlu á, að hraðað sé framkvæmdum eins og kostur er, enda hlýtur góð sérkennslu- þjónusta að vera eitt af frumskilyrðum breyttra og bættra starfsþátta í grunnskólanum. Um 55. gr. S.Í.B. telur heppilegra, að nánari ákvæði urn aga og agabrot í skólum verði sett í reglugerð. Að öðru leyti jrarfnast greinin ekki skýringa. Um 59. gr. Með hliðsjón af Jrcim breytingum, sem væntan- lega verða á niðurröðun námsefnis í aklursflokk- um nemenda og með tilliti til Jress, að „eðlileg" skil í námi gætu breytzt frá Jrví sem nú er, telur S.Í.B. óæskilegt að setja í lögin ákveðin aldurs- mörk, sem miða skal próf við. MENNTAMÁL 15

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.