Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 33
Nám er starf. þessu verið mikið athugað. í frumvarpinu stendur, að það skuli koma til framkvæmda eins fljótt og ástæður leyfa í hverju skólahverfi, þó eigi síðar en innan 10 ára frá gildistöku. Meðal atriða, sem gætu kornið fljótt til fram- kvæmda, eru t.d. ýrnsar breytingar á yfirstjórn og stjórnun, ákvæði um fræðslustjóra, fag- námsstjóra, sum ákvæðin um próf, en atriði, sem taka mun hvað lengstan tíma að fram- kvæma, eru meðal annars þau, sem liáð eru því, að mannvirki verði reist. Þá mun taka alllangan tíma að koma á ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu einkum vegna þess, að svo marga starfsmenn þarf að mennta til þeirra starfa og fáir eru fyrir hendi núna. Ég vil að lokurn segja það, að mjög nauðsynlegt er að kanna vandlega, hvaða undirbúning þarf að vinna í sambandi við námsaðstöðu og námsaðgreiningu, til þess að lenging skólaskyldunnar verði farsæl. Indriði: Ég held það sé gott, að við gerum okkur grein fyrir því, að þessar breytingar verða ekki framkvæmdar nerna á alllöngum tíma. Endur- skoðun námsefnis og breytingar á því taka langan tíma, jafnvel þótt nægu fé væri til þeirra varið. Geysimikið verk er framundan varðandi skólabyggingar, og ekki minnkar það með tilkomu þessara laga. Ég vil að lokum benda á, að þau atriði, sem munu krefjast mests fjármagns, eru ekki þau atriði, sem hvað mesturn deilum hafa valdið eins og lenging skólaskyldu eða árlegs skólatíma. Heldur eru það endurbætur á skólastarfinu, námsefni, að- staða til að vinna skólastarfið betur, þ.e. þau atriði, sem allir eru sammála um að þurfi og eigi að korna. MENNTAMÁL 31

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.