Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 16
Um 45. gr.
S.Í.B. gerir ekki tillögur til breytinga á þess-
ari grein, en vill undirstrika nauðsyn þess, að
dregið verði verulega úr heimanámi nemenda og
stefnt verði markvisst að því, að allt nám fari
fram í skólunum. Með breyttum starfsháttum
ætti þetta að verða kleift. í þessu sambandi er
rétt að geta þess, að síðasta fulltrúaþing S.Í.B.,
sem haldið var í júní ] 972, taldi að vinnutími
nemenda væri oft á tíðum hættulega langur
vegna of mikiltar heimavinnu, sundurslitins
starfstíma í skóla og slæmrar aðstöðu til náms í
skólunum. Erfitt er að segja nákvæmlega til um,
hversu langur vikulegur kennslutímafjöldi er
hæfilegur, það er að sjálfsögðu háð því hversu
nrikil heimavinna börnunum er ætluð. Með því
að hafa hliðsjón af þessu tvennu fæst raunveru-
legur starfstími nemenda, og má þó raunar
segja, að hér verði alltaf um matsatriði að ræða.
En nám er starf og eðlilegt er því, að við mat
á lengd starfsdags nemenda sé miðað við, hvað
fullorðnir telja sér hæfilegan vinnudag. Vinnu-
tími hér á landi hefur á síðustu árum verið
styttur úr 48 klst. á viku í 44 klst. og á síðast
liðnu ári í 40 klst. Á sama tíma hefur starfs-
tími nemenda vegna aukins námsefnis verið
lengdur, m.a. gerir þetta frumvarp ráð fyrir
nokkurri lengingu. Það er athyglisvert, að I at-
vinnuþróun J>essarar aklar hefur vinnudagurinn
stytzt verulega, en samtímis aukast afköst ein-
staklingsins. Hér er um árangur að ræða, sem
stafar af betri og markvissari skipulagningu á
störfum manna. Því er Jrað ekki endilega víst, að
með lengri vikulegum starfstíma nemenda náist
þcim mun lietii árangur. Hér skiptir megin-
máli, að vinnudagurinn sé skipulagður skynsam-
lega og að börnunum sé ekki íjryngt með of
miklu heimanámi, sem þau í flestum tilvikum
hvorki kunna né geta skipidagt Jjannig, að góð-
ur árangur náist. Þess eru Jrví miður allt of
mörg dæmi, að nemendur vanrækja heimanám
sitt, annað hvort vegna mikils álags eða af ýms-
um öðrum ástæðum. Þessu fylgir sú hætta, að
barnið venst smám saman við þá tilfinningu að
liafa ekki gert skyldu sína, og J>;ið Jrarf ekki að
fjölyrða um, hversu slæmt veganesti Jjað er, Jjeg-
ar til fullorðinsáranna kemur.
Um 46. gr.
S.Í.B. gerir tillögu um, að leyfisdagar í grunn-
skóla, auk helgidaga þjóðkirkjunnar, verði á-
kveðnir í reglugerð.
Frumvarpið gerir ráð fyrir verulegri fækkun
leyfisdaga. Afiðað við núgildandi reglur um leyfi
MENNTAMÁL
14