Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 21
starfstíma, án þess að til þurfi að koma lenging skólaársins. Slíkt getur þó komið til álita, el' sérstakt ástand skapast. 3. Starfsaðferðir við kennslu og gerð náms- efnis lrefur um langt árabil tekið litlum breyt- ingum og því ltefur skólinn ekki verið fær um að svara þeirn kröfum, sem <ir þróun á ýmsum sviðum mannlífsins hefur beimtað síðustu ára- tugina. Skipulagðar raunhæfar aðgerðir til end- urbóta í skólamálum voru ekki hafnar fyrr en með stofnun skólarannsóknadeildar. Starf benn- ar fram til þessa hefur á ýmsan hátt átt örðugt uppdráttar, en liefur þó m.a. orðið til þess, að allt námsefni er nú í gagngerri endurskoðun og sumt á tilraunastigi í skólunum. Vonandi er þetta aðeins vísir að því, sem koma skal. En stórkostlegt átak þarf til þess, að þær breytingar, sem þarf að gera, verði að raunveruleika á stutt- um tíma. Þess vegna þurfa mikilvæg atriði, sem eiga að tryggja framkvæmdir að vera skýr og ótvíræð, en mega ekki vera með óljósu orðalagi eða að þar sé um undanslátt að ræða eins og fram kemur í t.d. 5. gr. og 42. gr. frv. Þegar ]>ess er gætt hver raun befur orðið á um framkvæmd fræðslulaganna frá 1946, er ekki ástæðulaust að krefjast þess, að lög séu þannig úr garði gerð, að markmiði þeirra verði náð. Um starfslið grunnskóla Enginn dregur í efa, að auk þess að rniðla þckkingu og kenna nemendum sínum sjálfstæð vinnubrögð við leit að frekari þekkingu, þá er skólinn og á að vera stór mótandi aðili uppvax- andi æsku, þannnig að með vaxandi þroska öðl- ist bún farsæl viðhorf til lífsins. Því er mikil- vægt, að ])jóðfélagið tryggi skólunum bæfa starfs- kiafta á hverjum tíma með því að gera skynsam- legar kröfur um undirbúning til starfs, bafa á boðstólum stofnanir, sem veita fullnægjandi undirbúningsmenntun og endurhæfingu eftir þörfum. Og síðast en ekki sízt þarf að láuna störfin svo vel, að þau ])yki eftirsóknarverð. Á allt þetta hefur nokkuð skort. Kennarasamtökin hafa ítrekað farið fram á, að n'ý lög um menntun og réttindi kennara verði sett. Tillögur liggja nú fyrir í nefndaráliti frá því í maí 1972 at hálfu nefndar, sem skipuð var 1970 af þáverandi menntamálaráðherra (sbr. greinargerð með 32. gr.). Þessar tillögur hafa ekki enn verið kynntar almenningi. En svo virðist sem stuðzt hafi verið við þær, en ekki núgildandi lög, þegar ákvæðin um embættisgengi skólastjóra og kennara voru samin. Áunnin réttindi verða ekki aíturkölluð með nýrri lagasetningu. Það hefur hins vegar þótt nauðsyn að hafa undanþáguákvæði í 30. gr. um embættisgengi skólastjóra og einnig í 34. gi. er varða skóla- ráðskonur, húsverði og annað fast starfslið skóla. Það eru réttmæt ákvæði, að starfsfólk, sem lialdið hefur uppi tilteknum störfum með sónia, eigi ekki á hættu að verða hrakið úr stöðum sín- um, ])ótt nýjar reglur taki gikli, sem gera aðrar eða meiri kröfur. Því vekur það furðu nokkra, að undanþágu- ákvæði skuli ekki vera sett, varðandi kennara við elztu deildir grunnskóla (gagnfræðask.), sem eru í föstu starfi án fullra réttinda, en þó með fullu embættisgengi, sbr. 37. gr. laga nr. 48 um gagnfræðanám. Til samanburðar má einnig benda á ákvæði nýrra laga um menntaskóla nr. 12 frá 1970 (gr. 15), reglugerð um sömu skóla nr. 12 frá 1971 (55. gr.), og lög um kennaraháskóla nr. 38 frá 1971 (12. gr. 3-lið og 24, gr.). 31. gr. fjallar um aðstoðarskólastjóra, sent er nýtt starfsheiti. Þar er m.a. tekið fram, að aðstoð- arskólastjóri sé staðgengill skólastjóra og vinni undir stjórn hans. Virðist því staða hans vera hliðstæð stöðu yfirkennara nú, þótt í greinargerð sé tekið fram, að störf yfirkennara falli niður. Óþarft er því að breyta um starfsheiti, enda hið eldra gamalgróið og þjálla í notkun. Hinu ber að fagna sem nýmæli, að „aðstoðarskólastjóri" skal nú verða ríkisstarfsmaður að öllu leyti. Annað nýmæli orkar tvímælis, þar sem ráðningartími í þetta starf er hafður fimm ár, þegar annað fast starfslið hlýtur æviráðningu. Helztu rökin fyrir svo skömmum ráðningar- tíma eru þau, að verði misbrestur á samvinnu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, verði auðvelt að losna við hinn síðarnefnda. Þetta eru veiga- lítil rök. Yfirleitt mun samkomulag þessara aðila MENNTAMÁL 19

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.