Menntamál - 01.02.1973, Side 24
endaráðs í öllum skólum, heldur sé eðlilegt að
frumkvæði um stofnun þeirra sé lagt á herðar
nemenda sjálfra.
7. I 25. gr. vantar skýrt ákvæði um, að nemendur
þurfi að hafa aðstöðu til að matast í skól-
anum sjálfum. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að
fylgja í kjölfar þeirrar viðleitni að flytja sem
mest af allri námsvinnu nemenda inn í skólana,
en þetta er svo þýðingarmikið atriði að rétt
væri að taka það sérstaklega fram. Einnig þyrfti
að vera skýr ákvæði um hámarks notkunartíma
einstakra kennslustofa.
8. í 39. gr. frv. er heimilað að ráðnir séu fag-
námstjórar innan einstakra fræðsluumdæma.
Samskonar heimild þyrfti að vera fyrir hendi til
að ráða fagnámsstjóra innan einstakra skóla, þeg-
ar um stóra skóla er að ræða, eða í samhliða
skólum í sama skólahverfi eða nágrannaskóla-
hverfum, gegn afslætti á kennsluskyldu.
9. Óframkvæmanlegt með öllu virðist að fram-
lengja starfstíma skóla, þótt ófyrirsjáanlegar
tafir verði á skólastarfi á reglulegum skólatíma
(42. gr.), og er þá vandséður tilgangur þess að
setja ákvæði um slíkt í lög.
10. Óeðlilegt virðist, að skólaráðgjafar séu starfs-
menn sálfræðideildar við fræðsluskrifstofur,
en ekki þeirra skóla, sem þeir starfa í og fyrir
(60. gr.). Það kann að vera hentugt að sálfræð-
ingar og félagsráðgjafar, sem greinilega þurfa að
starfa í mörgum skólastofnunum í senn, séu
starfsmenn sérstakrar stofnunar utan skólanna
sjálfra, en um skólaráðgjafa gegnir öðru máli.
Þeim er ekki ætlað að annast fleiri nemendur en
svo, að oft hlýtur allt starf þeirra að fara fram
í einum skóla, og er full hætta á, að þeir ein-
angrist frá annarri starfsemi í skólanum, ef þeir
eru ekki ráðnir sem starfsmenn skólans, og yrði
þá minna gagn af starfi þeirra en ella. Auk þess
er sú tilhögun, sem frv. gerir ráð fyrir, til þess
fallin að veikja stöðu skólanna og skólastjórn-
arinnar gagnvart nemendum og öllum almenn-
ingi.
MENNTAMÁL
22
11. I frv. eru þær kröfur einar gerðar urn memit-
un skólasálfræðinga, að þeir hafi lokið
prófi í sálarfræði eða sálfræðilegri uppeldis-
fræði (73. gr.), en engar kröfur gerðar um að
þeir hafi einnig kennaramenntun, en í flestum
nálægum löndum er lcigð á það mikil áherzla,
að skólasálfræðingar séu jafnframt menntaðir
sem kennarar .Stjórn FHK telur óeðlilegt, að hér
séu gerðar vægari kröfur í þessu efni en til að
mynda i Danmörku, og leggur því til að inn í
frv. verði bætt ákvæði um að þessir starfsmenn
skuli auk sálfræðimenntunar vera kennaramennt-
aðir og lielzt hafa nokkra reynslu af kennslustörf-
um. Hið sama hlýtur einnig að gilda um skólaráð-
gjttfa að breyttu breytanda.
Ofangreindar athugasemdir taldi stjórn FHK
rétt að korna á framfæri við þá aðila, sem nú
eiga að fjalla um frumvarpið. Þær fjalla flestar
um minniháttar atriði, sem auðvelt ætti að vera
að lagfæra, án þess að hagga í nokkru megin-
stefnu og tilgangi frumvarpsins
Eina athugasemdin, sem eitthvað snertir meg-
inatriði, er atlnigasemdin undir tölulið 11, en
þar er um að ræða meginatriði, sem að mati
stjórnar FHK hefur meiri þýðingu en virðast
kann á ytra borði. Að öðru leyti lýsir stjórn
FHK yfir stuðningi sínum við öll helztu megin-
markmið frumvarpsins, þar á meðal lengingu
skcilaskyldu og árlegs skólatíma, sem hún telur
óumflýjanlega nauðsyn. Og í heild telur stjórn
FHK, að kostir frv. séu svo langtum mikilvæg-
ari en ágallarnir, að ekki geti komið til mála
að láta út af fyrir sig réttmætar aðfinnslur um
einstök atriði verða til þess að tefja afgreiðslu
þess, en um leið er auðvitað sjálfsagt að laga þá
agnúa, sem hægt er með góðu rnóti.