Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 25
♦------------------------------------------------—♦.
Rætt um
nokkur atriði
grunnskóla-
frumvarpsins
♦-----------------------------------------4
Menntamál liafa fengið eftirtalda menn til að
ræða um nokkur atriði grunnskólafrumvarps-
ins. Þeir eru: Andri ísaksson, prófessor, Indriði
Þorláksson, deildarstjóri, Ingi Kristinsson, skóla-
stjóri, Jóhannes Pétursson, kennari og Kristján
Bersi Ólafsson, skólastjóri. Spyrill er Haukur
Sigurðsson.
Lenging skólatíma
Haukur: Hvað viljið þið segja urn hina árlegu
lengingu skólatíma, sem samkv. lrumvarpinu
skal vera frá I. september til Bl. maí?
Andri: Eg tel, að hér sé ekki um svo mikla leng-
ingu að ræða. I nær öllum kaupstöðum og í
stærstu kauptúnum starfa barnaskólar í 9 mán-
uði. Þó er um verulega lengingu að ræða þar
sem skólar verða að búa við víxlkennslu, en
það er einkum í strjálbýli. I gagnfræðaskól-
um, eða 7.-9. bekk grunnskóla, er um hálfs
mánaðar til mánaðarlengingu að ræða.
Kristján: Ég held það sé tvímælalaust rétt að
læra kennsluna yfir í september. Hins vegar
efast ég um, að nauðsynlegt sá að lialda uppi
skólastarfi í maí, t.d. í 3. og 4. bekk núver-
andi gagnfræðaskóla. Þá er að ýmsu leyti betra
að koma á annakerfi, ef námstími yrði jafn-
langur fyrir og eftir jól eins og er í framlralds-
skólum.
Jóhannes: É'.g tel, að námsefni á skyldustigi sé
það viðamikið, að þörf sé á 9 mánaða skóla.
Það má vel vera, að árleg lenging skólatíma
hafi einhver áhrif á möguleika nemenda að afla
sér tekna. En þá er að því að liyggja, að námið
þarf að ganga fyrir og sé fjárhagur nemenda
á skyldustigi svo þröngur, að óvíst sé um skóla-
göngu þess vegna, Jjarf hið opinbera að hlaupa
undir bagga. Þess er einnig að geta, að við
venjulegar aðstæður á vinnumarkaðnum er
gengi nemenda í 7., 8. og jafnvel 9. bekk ekki
mjög mikið a.m.k. í þéttbýli. Hins vegar get-
ur lenging skólatímans valdið erfiðleikum í
dreifbýli. En jtá þarf að finna þar á viðun-
andi lausn án þess að það bitni á námi nem-
andans.
MENNTAMÁL
23