Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 29
einkum skipulag kennslunnar. Ég lield, að
óheppilegt sé að skipta vinnutíma nemenda
milli margs konar viðfangsefna bæði vegna
námsins og uppeldisins sem sliks. Nemendum
liættir þá til að missa yfirsýn yfir námið, og
sömuleiðis er þetta rneira þreytandi cn þar sem
einhvers konar annakerfi er og fáar greinar
teknar fyrir í einu. Benda má á það, að samkv.
frumvarpinu verður kennslutími á unglinga-
stigi heldur styttri en nú er. í frumvarpinu er
aðallega tekið mið af námskröfum svipuðum
þeim, sem taldar eru á Norðurlöndum, og helg-
ast þá kennslutíminn fyrst og fremst af því. Ef
setja ætti ákveðið hámark vinnutíma á dag,
yrði að hugsa dæmið upp á nýtt, og gæti það
leitt til þess, að vinnutíminn yrði styttur veru-
lega. í þessu sambandi skipta vinnubrögðin í
kennslunni miklu máli, og taka verður veru-
legan hluta af ]>ví, sem nú kallast heimanám
inn í kcnnsluna sjálfa.
Sumarskóli
Hauliur: Ef við snúum okkur næst að ákvæði
frumvarpsins um sumarskóla eða sumarnám.
Teljið þið, að þetta geti orðið að veruleika og
þá við hvaða aðstæður?
Indriði: Þessi heimild er aðallega hugsuð fyrir
litlu skólana og þau skólahverfi þar sem strjál-
Itýli er mikið og skólahald erfitt. Það er kannski
dálítið einkennilegt, að í okkar harðbýla landi
skuli skólar starfa 5—6 mánuði, ]>egar veðurfar
og samgöngur eru hvað erfiðastar. Hér er ein-
göngu um heimild að ræða, og ekki er gott að
segja, livort hún verður notuð. En ekki virðist
iitilokað, einkum fyrir yngstu börnin, að hluti
námsins verði færður til á árinu, þannig, að
ekki verði kennt í mesta skammdeginu, en
sumarnámskeið haldin í þess stað. Þetta er
ýmsum erfiðleikum bundið, t.d. því, hvort
kennarar taka þessum starfsháttum vel eða
ekki, og þá rekst þetta líka á sumarstarf barna
til sveita, sem við ræddum um áðan. Reynslan
verður að skera úr í þessu máli.
Kristján: Ég held að þetta ætti vel að vera fram-
kvæmanlegt, einkum með yngstu börnin.
Kannski er það erfiðast, að hér er á ferðinni
ný hugsun, sem menn þurfa að venjast.
Lenging skólaskyldu
Haukur: Hvað viljið þið segja urn þá lengingu
skólaskyldunnar, sem frumvarpið gerir ráð
fyrir?
Indriði: Þetta atriði frumvarpsins hefur verið
geysilega mikið rætt, og ég vil lýsa þeirri skoð-
un minni, að ég tel lengingu skólaskyldunnar
í 9 ár sjálfsagða og óhjákvæmilega. Ég vil
leggja á það áherzlu, að lenging skólaskyld-
unnar liefur það félagslega markmið, að öllum
sé tryggð jöfn aðstaða til menntunar.
Ingi: Ég er því fylgjandi, að skólaskyldan verði
lengcl í 9 ár. Það má kannski minna á það, að
þctta er ekki í fyrsta skipti, sem rætt er um, að
skólaskyldan nái til 16 ára aldurs. Þegar fræðslu-
lögin frá 1946 voru í undirbúningi, var mikið
rætt um, að skólaskvldan næði til 16 ára aldurs,
og í greinargerð má sjá, að nefndarmenn voru
þessu fylgjandi og auk þess ýmis sveitarfélög
og skólanefndir. Hins vegar taldi nefndin, að
erfitt kynni að vera að framkvæma svo langa
skólaskyldu eins og þá stóð á, svo að einungis
heimildarákvæði var sett í lögin. Ég tel, að rök
fyrir lengingu skólaskyldunnar, séu þau, að
jafna beri aðstciðu nemenda í þéttbýli og dreif-
býli til náms, svo að nementlur standi, að loknu
skyldunámi, jafnt að vígi gagnvart framhalds-
námi. Þá krefst þjóðfélagið stöðugt meiri und-
irbúningsmenntunar af þegnum sínum, og
geta má ]tess, að þetta er sú þróun, sem átt
hefur sér stað í nágrannalöndum okkar. Því
má að sjálfsögðu ckki gleyma, að þetta kostar
allt mikinn undirbúning og fjármagn, en þnö
held ég sé fyrir hendi.
Kristján: í mínum huga er það grundvallaratriði,
að allir standi jafnt að vígi gagnvart fram-
haldsnámi. Ég held, að það sé óhjákvæmilegt,
að framhaldsskólastigið hefjist strax og skóla-
skyldunni lýkur. Þetta tvennt verður að fara
saman. Mér finnst ]tað ekki höfuðatriði, hvort
MENNTAMÁL
27