Vorið - 01.06.1948, Page 6
44
VO RIÐ
raunin að taka honum, eins og vera
ber. Þótt undarlegt megi virðast,
hálfskammaðsit ég mín þessa stund.
Ég skammaðist mín fyrir, ef gleði
mín yfir þessum sigri yrði áberandi,
hér innan um vonbrigðin og alla
ósigrana. Og ég hét því með sjálf-
um mér, að ofmetnast ekki af þessu,
hvorki við Geira, sem hafði oft kast-
að hnútum að mér, né nokkra aðra.
Kennarinn og prófdómarinn
sögðu nú að lokum nokkur orð,
hvor í sínu lagi, og þá var þessu
erfiða dagsverki lokið og ekki ann-
að eftir en að kveðja og halda heim.
Já, bara að það hefði nú ekki verið
annað eftirl
Við áttum ferðaplögg okkar
geymd úti í skemmu, og þangað
fórum við nú til að hafa sokka- og
skóskipti.
Ég reyndi að forðast að verða á
vegi Geira, en af einhverri tilviljun
hittumst við þó fyrir utan skemmu-
hornið, þegar flest börnin voru ann-
að hvort farin, eða voru að tygja sig
inni í skemmunni.
Mér brá, þegar ég leit framan í
Geira. Mér sýndist hann vera af-
myndaður af reiði, vonbrigðum og
særðum metnaði. Ég ætlaði að
ganga framhjá honum, en liann
gekk í veg fyrir mig og mælti hás-
um rómi:
„Þér ferst að vera montinn, kot-
ungsræfillinn þinn, sem kemur í
bættum buxum á sjálfan kirkjustað-
inn.“
Það var eins og ég hefði verið
stunginn með hnífi, og reiðin sauð
og ólgaði í mér. Það var satt, að
buxurnar mínar voru dálítið bætt-
ar á öðru hnénu, við því var ekkert
hægt að gera. En ég minntist þess
á augabragði, að mamma hafði vak-
að, þegar aðrir voru háttaðir kvöld-
ið áður, til að reyna að bæta þetta
gat og láta svo lítið bera á því sem
mögulegt var. Það var það eina,
sem hún gat gert. Mér fannst þetta
um fram allt vera svo mikil móðg-
un við mömmu, að engin skynsam-
leg hugsun komst að, aðeins reiði
— reiði.
Ég hugsaði mig ekki um, ég
reiddi hnefann til höggs og barði
Geira utan á vangann, eins og kraft-
arnir leyfðu. Geiri bjóst ekki við
þessu áhlaupi, og riðaði til falls, en
náði þó jafnvæginu, og var þá ekki
að sökum að spyrja. Hann rauk á
mig og lét Iiöggin dynja á mér, og
svo rukum við saman, eins og reiðir
ltanar. Ég veit ekki, hve lengi þessi
viðureign stóð, sem ég skammast
mín fyrir enn í dag. En í þessum
svifum komu mjaltakonur úr fjósi
og áttu leið þarna fram hjá okkur.
Munum við þá hafa skammast okk-
ar báðir og hættum áflogunum. En
fátt varð um kveðjur að þessu sinni.
Fáir munu hafa komizt að þessum
árekstri, en þó nógu margir til þess,
að þetta kvisaðist út meðal manna
og var hlegið að. Ekki sá þó á okkur
til muna, og ekki þorði ég að segja