Vorið - 01.06.1948, Qupperneq 27
VORIÐ
65
gerði sitt bezta til þess að vaxa. En
fjaðrir þess urðu með fegursta lit-
bfæ: brúnar og grænar, blárauðar
°g gylltar. En það var hryggt yfir
því að vera svona lítið, og óskaði
eftir að verða stórt og sterkt og
njóta aðdáunar, eins og hin dúfu-
börnin.
»Ó, mamma," stundi það. „Það
er eins og það sé ekkert rúm fyrir
lnig í heiminum.“ „Gerir ekkert til,
barnið mitt,“ sagði mamma.
..Hverju smádýri er ætlað að vinna
sitt verk í heiminum, og það verður
vissulega eitthvað til handa þér,
elsku litla dúfan mín.“
I höllinni, þar sem litla dúfan
var, bjó Valetin biskup hinn góði.
Enginn maður í Rómaborg naut
meiri ástar en hann, og það var
vegna þess, hve góðsamur hann var.
Daglega sendi biskupinn öllum vin-
ttm sínum eitthvert merki um vin-
attu. Stundum sendi hann veikri
prinsessu í stóru höllinni handfylli
af þrenningargrasi með sínum litlu,
dýrðlegu andlitum. Stundum sendi
hann til lítillar, máttvana stúlku í
fátækrahverfinu körfu af nýjum
jarðarberjum. Einnig sendi hann
bréf til vina sinna og sagði þeim,
hve vænt sér þætti um þá, því að
ganrli maðurinn elskaði allt og alla
°g líka litlar dúfur, sem flugu um
göturnar.
Dag nokkurn tók Valetin biskup
eftir lítilli dúfu. Hann brosti, af því
að lrún var svo falleg. Litlu dúfunni
þótti vænt um hann fyrir þetta
bros. Á hverjum degi flaug hún að
glugganum á vinnustofu biskupsins
og kurraði, en hann brosti blíðlega
á móti.
En það var einn maður í Róm,
sem hataði Valetin, af því að hann
var svo góður og af því að öllum
þótti vænt um lrann. Það var vond-
ur konungur, Claudius að nafni,
voldugasti konungur í heiminum.
Hann sat daglega í hásæti sínu og
heyrði menn tala um, hve vænt
þeim þætti urn Valetin.
„Farið til hallar gamla manns-
ins,“ æpti konungurinn til her-
manna sinna. „Takið hann og látið
í dimmasta klefann í fangelsinu
mínu. Hvernig dirfist hann að
vinna ást manna, sem eru óvinir
mínir.“ Og hermennirnir gerðu,
eins og konungurinn hafði sagt
þeim.
Biskupinn var hryggur. Ekki
vegna þess, hvað vondi konungur-
inn fór illa með hann, heldur vegna
þess, að hann gat ekki sent vinum
sínum neinn vott um ástúð sína.
Hann vissi, að þeir mundu sakna
hans. „Hvað mun máttlausa stúlk-
an gera,“ hugsaði hann. „Hún
heldur, að ég hafi gleymt sér.“
Litla dúfan flaug um allt og leit-
aði að vini sínum. „Hvar skyldi
elsku Valetin vera?“ spurði hún. En
hvað var það, sem hún heyrði sagt á
götunni? Að konungurinn hefði