Vorið - 01.06.1948, Síða 31

Vorið - 01.06.1948, Síða 31
V O RIÐ 69 tilhlökkun að ræða, og það var með naumindum, að mamma hennar gat fengið hana til að fara. Allur sætleiki lífsins var nú horfinn. Skólagangan, sem hún hafði hlakk- að svo til, var nú orðin kvíðaefni. -------Þegar Sigga litla kom grátandi heim úr skólanum í ann- ið sinn seinna þennan dag, var tnömmu hennar nóg boðið. Sigga »agði, að krakkarnir hefðu hlegið að töskunni. Þau höfðu sagt, að það væri eins og hún gengi með hlómakörfu undir hendinni. Hún sagðist aldrei fara í skólann aftur. Svona var þá þessi himinn hrun- tnn. Mamma sagði fátt, en hún hét því með sjálfri sér, að aldrei fram- ar skyldi nokkur fá tækifæri til að hiæja að sínu barni, af því að það vasri öðruvísi en önnur börn. Þegar Sigga liafði borðað, gat tnainma fengið hana til að fara út að leika sér, en sjálf tók hún nú til sinna ráða. Skömmu eftir að hún giftist hafði hún eignast dýra og fagra nælu, sem 'hún notaði ekki, nema við hátíðleg tækifæri. Þetta var eini skartgrip- nrinn hennar, og það átti að verða erfðagripur. Sigga átti að fá næl- nna, þegar hún fermdist, eða kannski ekki fyrr en hún giftist. Þetta hafði verið ákveðið fyrir löngu. Mamma hafði nú kjólaskipti, fór 1 götuskóna sína og smcygði sér í kápuna. Því næst opnaði hún kommóðuskúffuna sína og tók þar næluna fögru upp úr litlu skríni. Hún lét hana í töskuna sína og gekk út í bæ. Hún nam ekki staðar fyrr en hún var kominn að búðardyrunum hans Jóns gullsmiðs. Hún gekk rak- leitt inn í búðina, opnaði töskuna sína, lagði næluna á búðarborðið og spurði: ,,Viljið þér kaupa þessa nælu?“ Jón gullsmiður leit fyrst spyrj- andi á þessa ókunnu konu, en því næst athugaði hann næluna litla stund og mælti síðan: „Já, ég skal gefa yður 50,00 krón- ur fyrir hana.“ „Ég geng að því,“ mælti móðir Siggu, og þar með voru þau við- skipti útkljáð. Á heimleiðinni kom hún við í bókabúð og spurði eftir skólatösk- um. „Hér er ein, sem kostar 8,00 kr.“ mælti búðarstúlkan. „Og hérna er önnur, sem kostar 20,00 kr.,“ bætti hún við. „Og svo höfum við hér eina tegund enn, en hún er nokk- nð dýr. Hún kostar 35,00 kr. Móðir Siggu skoðaði töskurnar litla stund, eins og hún væri í svo- litlum vafa um, hverja þeirra hún ætti að taka. En eftir litla þögn seg- ir hún: „Ég ætla að fá þessa, sem kostar 35,00 kr.“, og leggur pening- ana fram á borðið. Þetta var ekki lengi gert. Þegar hún kom heim, var Sigga

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.