Vorið - 01.09.1951, Side 16
94
VORIÐ
Húsbóndinn á Bergi stóð út við
hlöðu og leit til veðurs. — Það var
farið að hausta, og honum varð lit-
ið yfir akurinn. Það var erfitt að ná
kartöflunum upp úr jörðinni. Það
vantaði alltaf vinnukraft til þess.
Það kæmi sér vel að fá nokkra
drengi úr bænum til hjálpar.
Þá kom konan út. — „Síminn!
Það er einhver að spyrja eftir þér,
einhver drengur."
Það var í sjöunda drengjabekkn-
um í bænum: „Verður kartöflu-
leyfi í ár eins og vant er?“ spurðu
Þegar
bæjardrengirnir
tóku upp
kartöflur
drengirnir kennarann sinn dag
nokkurn.
„Það verður efalaust," var svarað.
„Hve lengi, álítur þú?“
„Eins og í fyrra/ ‘hugsa ég, „ein
vika fyrir tvo efstu bekkina."
„Okkur drengina langar til að
komast að Bergi aftur. Það er svo
gott að vera þar. Mundir þú ekki
vilja hringja þangað fyrir okkur og
vita, hvort vantar hjálp til að taka
upp kartöflurnar, og hvort við meg-
um koma?“
„Það get ég gert,“ sagði kennar-
inn. „En bóndinn hlýtur að snúa
sér hingað, ef hann vantar hjálp, og