Vorið - 01.09.1951, Page 20
98
VORIÐ
„Æ, ég var alveg ný-sofnaður,“
sagði einn drengjanna, þegar þeir
voru vaktir um morguninn.
„Jæja, þá verðum við aðeins níu
drengir í dag,“ sagði annar og leit
snöggvast til Björns. — En hann hló
bara.
En þegar leið á daginn, fór hann
að klifa á því sama. — Hann vildi
aftur fara til bæjarins. En smám
saman náði hann betri tökum á
vinnunni, og stóð sig á móti hinum.
Þá var ekki framar minnst á að fara
heim aftur.
Dag nokkurn varð skemmtileg
tilbreyting við vinnuna. Þeir fengu
að aka inn korni. Þeir hlóðu vagn-
inn, tóku af honum og hlóðu korn-
inu í hlöðuna. En þeir voru
áminntir um að fara vel með korn-
stengurnar, svo að kornið dytti ekki
úr þeim. Því að kornið er matur, og
guðs gjöf til okkar.
En það var fullt af músum í
kornstöngunum. Þegar þeir tóku
þær, skutust þær í eitthvert fylgsni.
Drengirnir eltu J^ær, en þær voru
snarar í snúningum. Þeir reyndu
sig við mýsnar. Þeir voru tilbúnir,
Jjegar kornstengurnar voru teknar.
Viðbúinn! Hlauptu!
En stundum hlupu drengirnir,
þó að enginn mús kæmi undan
korninu og fóru í kapphlaup við
sjálfa sig! En stundum hurfu mýsn-
ar svo fljótt, að ógerningur var að
segja um, hvort J:>ær eða drengirnir
höfðu unnið kapphlaupið!
En Þórir varð fyrir óhappi. Hann
hljóp af stað en datt. Og hann rak
upp svo óskaplegt hljóð, að slíkt
hafði varla heyrzt Joar í sveitinni.
„Já, þið megið vera vissir um, að
það var viðbjóðslegt," sagði hann.
„Ég heyrði hvissið í músinni og
fann hvernig hún spriklaði undir
mér.“
„Bærilega gengur með verkið,"
sagði bóndi'níi einn daginn. „Og á
morgun verðum við búnir, Jrví að
veðurspáin hefur lofað góðu veðri.“
En þegar líða tók á næst síðasta
daginn fann Árni til lasleika. Hann
var samt við vinnuna daginn á
enda, en hann gat lítið gert. Hann
hafði enga lyst á kviildmatnum. Um
nóttina lá hann í svitabaði og gat
ekki sofið. Og síðasta daginn gat
hann ekki verið með í vinnunni.
Hinir drengirnir vorkenndu
Árna J^etta. Hann hafði verið
blaðadrengur og annast ýmsa snún-
inga, og nú þurfti hann að greiða
reiðhjólið sitt. Honum hafði reikn-
ast til, að hann gæti greitt Jrað að
fullu, þegar liann kæmi heim. En
nú mundi hann missa ein daglaun.
„Drengir, nú erum við orðnir
vanir vinnunni," sagði Kári allt í
einu. „Þetta er síðasti dagurinn, á
morgun er sunnudagur, og þá get-
um við hvílt okkur. Nú skulum við
skipta á milli okkar vinnunni lians
Árna, og leggja að okkur, svo að við
ljúkum verkinu í kvöld. Og svo
skulum við fá bóndann til að