Vorið - 01.12.1954, Síða 9
VO RIÐ
127
Ég vona að ykku líði öllum vel
heima. Berið beztu jólakveðjur til
systkina minna. Með beztu jóla-
óskum.
Ykkar
Geiri.
Þegar hann bafði lokið við bréf-
ið, fór bann að bátta og las í ís-
lenzkri sögubók, sem hann hafði
baft með sér. Bókin var Brazilíufar-
arnir og gerðist bún einmitt á þess-
um slóðum. Frásögnin var svo æv-
intýrarík og skemmtileg, að hann
vakti lengi og fór ekki að sofa, fyrr
en komið var fram yfir miðnætti.
Síðari hluta nætur vaknaði bann
við hávaða og umgang. Hann
lieyrði, að félagar hans voru
að koma niður stigann.
Gunnar féll inn á gólfið dauða-
drukkinn og einn hásetinn mælti í
dyrunum loðnum rómi:
„Þarna, strákur. Taktu á móti
herbergisfélaga þínum.“
Geiri brá við og fór fram úr,
draslaði Gunnari upp í rúmið og af-
klæddi hann. En hann svaf rótt á
eftir svefni hins drukkna manns.
Geira varð ekki svefnsamt eftir
þetta. Hann var að hugsa um hve
ólíkt hlutskipti þeir Gunnar liefðu
valið þetta kvöld. Og þá kom hon-
um allt í einu í hug orð úr ræðu
skólastjórans heima, sem hann sagði
einhvern tíma. Þau voru á þá leið,
að gæfa manna væri undir því kom-
in, hvemig menn verðu tómstund-
Lítið ljóð
Syngur blær í blómarunni
blíðum hreim.
Blikar vítt og vonir glæðir
vor í geim.
Svalar bárur sveima hljótt
um sundin blá.
Sólin ljómar hátt í heiði
himnum á.
Döggin skín í dökku laufi
drýpur hljótt.
Sefur fyrir handan höf
hin svarta nótt.
Glaðir lækir ljósa vegu
líða hjá.
Djúpið bíður draumablátt
og drekkur þá.
Skyggnist upp úr skugga jarðar
skær og ljós,
opnar krónu fríða feimin
fjallarós.
Vatnaaugun björtu blika
bláma skyggð.
Það var eins og opnast hefði
álfabyggð.
unum. Sennilega var mikill sann-
leikur í því.
Skömmu síðar sofnaði hann.
Þannig leið þessi jólanótt, — fyrsta
jólanóttin, sem hann var að heiman.