Vorið - 01.12.1954, Qupperneq 13
V O R I Ð
131
fyrirletsra fyrir kerlingarnar, t. d.
um byggingu mannlegs líkama,
sérstaklega þó um innýflin, og svo
teiknaði hann alls konar strik með
krít á hurðina til útskýringar.
Strikin áttu nefnilega að sýna iögun
og legu innýflanna í líkmanum. En
alia vizku sína hafði Hans litli úr
bókum pabba síns. — Fn nú vildu
• kerlingarnar borga fyrir sig. Þær
tóku að segja Hansi litla heil kynst-
ur af kynlegum ævintýrum, þannig
opnuðust honum nýir undraheim-
ar, fullir af jötnum, dvergum og
alls konar kynjaverum. — Öll ævin-
týrin og kynjasagnirnar urðu til
þess, að upp úr þessu fór nú Hans
litli að búa sjálfur til nýjar sögur,
Ijóð og ævintýri. Hann lagði sig
mjög eftir ævintýragerð í sama stíl
og þau ævintýri voru. ér gömlu
konurnar sögðu honunr. Hann lifði
á þessum árum í sannkiilluðum æv-
intýraheimi. Bjó í konunglegum
höllum og umgekkst prinsa og
prinsessur, er klæddust purpura og
silki og báru á sér gull og gimsteina.
Smáatvik eitt sýnir, hve mjög hann
var á valdi ævintýraheimsins. — Ein
skólasystir hans sagði honum einu
sinni, að hún gengi sérstaklega í
skólann til þess að læra reikning,
því að luin ætlaði sér að verða
rjómabússtýra. Þá segir Hans Krist-
ján: „Það verður þú í höll minni.“
Svo teiknaði hann höllina í skyndi
og sýndi henni. Hann fullvissaði
hana um, að hann væri af hágöfug-
um, helzt konunglegum, ættum, —
en yrði að alast upp við kotunga-
kjör af einhverjum óskiljanlegum
misgripum, en það gjörði ekki svo
nrikið til, því að englar Guðs kærnu
svo oft til sín og töluðu við sig.
Nú var skólasysturinni nóg boð-
ið. Hún sneri sér hvatlega frá Hansi
og sagði við annan dreng, sem þar
var, svo hátt að fleiri hevrðu: „Hans
er vitlaus, eins og afi hans.“ —
„Flýgur fiskisagan", segir máltæk-
ið. Um annað var varla talað í skól-
anum en höllina hans Hans litla og
alla vitleysuna úr honum. Þau
drógu hann sundur í háði og
settust að honum og stríddu á allar
lundir. Margt tárið felldi hann, það
sem eftir var skólaársins og upp frá
þessu flúði hann skólasvstkinin.
Hann gjörðist þögull og fálátur, —
lifði enn meira út af fyrir sig en áð-
ur og f dagdraumum sínum. Helzti
leikur hans varð nú sá, að sitja við
að sauma föt á brúðurnar sínar og
leika sér að þeim. Þess á milli
revndi hann að stafa sig fram úr
leRrita- og sö'mbókum nahba sfns.
tÞerar hér er komið sö<ru. verður
mikil hrevting á hömm Hansar
h'tla. F.lfefu ára <ramall missir hann
föður sinn. og móðir hans <riftist
aftur. Stiúpi hans skiptir sér ekkert
af honum. Hann gat lifað og látið
eins og honum þóknaðist stjúpa
síns vegna. Hann lét sem hann sæi
hann ekki. Hann var honum því
livorki vondur né góður. — Dreng-