Vorið - 01.12.1954, Qupperneq 16

Vorið - 01.12.1954, Qupperneq 16
134 VORIÐ en ég sagði þér þetta nú bara svona að gamni mínu. Vertu nú sælll FRANS: Já, mér væri þökk á því, að þú héldir áfram ferð þinni, gamli skröggur, en farðu helzt í einhverja aðra tjörn, þú skítur út vatnið í tjörninni minni. (Við sjálfan sig): Jæja, svo að prinsess- an ætlar að fara að gifta sig. — (Ákafur): Þetta er nokkuð fyrir mig! Ég var vitlaus að spyrja karlinn ekki meira um prinsess- una. — Jæja — skítt með það, Frans litli skal áreiðanlega klára sig. Svo af stað til konungsins. Lítið upp flugur og önnur kvik- indi. Ekki að þvælast fyrir Frans. — Bomsara-boms! — FRANS: Ég fékk víst magaskell í þetta skipti, en til allrar ham- ingju sá víst enginn til mín, svo að það gerir ekkert til. . . . Hver er það, sem er að busla þarna og þvælast fyrir mér? O, það er víst bara gömul froskkerling. FROSKKERLINGIN: Ó, góði, ungi froskur. Vertu nú svo vænn að hjálpa mér. Viltu nú ekki styðja gamla konu, svo að hún komist upp á þurrt land? Gigtin í bakinu á mér er svo afleit í dag. FRANS: Þú mátt ekki sitja þarna fyrir mér. kerlingarhró. Ég hef annað að gera en að hjálpa göml- um kerlingum. Ég er lagður af stað til að biðja prinsessunnar. Hún bíður með óþolinmæði eftir mér. Vertu sæl, og ég bið að heilsa gigtinni. (Syndir áfram.) FROSKMEYJA: Hjálp! Hjálpl FRANS: Hvað er nú að? Hver öskr- arf svona óskaplega? O, þetta er víst bara venjuleg froskstelpa, sem einhver hefur ráðizt á. FROSKMEYJAN: Það var gott að þú komst, ungi, hrausti Frans. Rektu burtu þennan stóra og ljóta frosk þarna. Flann vill fyrir hvern mun að ég verði konan hans. En ég vil það ekki. Ég vil komast heim til mín. Ó, Frans, hjálpaðu mér, ég er svo óham- ingjusöm! FRANS: Já, seinna, seinna, kæra ungfrú. Einhvern tíma seinna. Ég hef svo mikið að gera í dag. DIGRI FROSKURINN: Hvað varstu að segja? Komdu strax. Ég skal lúskra svo úr þér, að þú hafir ekki hugmynd um hvað eru fram- og hvað afturfætur á þér. FROSKMEYjAN: Láttu hann ekki hræða þig, Frans. Taktu bara á móti honum. Mundu, að ég er varnarlaus kona. t FRANS: Slepptu mér, slepptu mér! Ég vil ekki! Hjálp! (Leggur á flótta.) Við konungstjörnina. FRANS: Jæja, þá er ég nú loksins kominn að konungstjörninni. VARÐFROSKUR: Nem staðar! FRANS: Nú, ekki nema það þó, þú gerir mér bylt við.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.