Vorið - 01.12.1954, Síða 21
V O RIÐ
139
gjöra, hvað eigum við þá að gjöra?
Eigum við að fara heim og segja frá
því? Er það ekki slúður?“
Nú skildi mamma hans, en gætti
sín, að segja ekki neitt. Það að segja
eftir vinum sínum var svo ljótt, og
erfitt að greina hér á milli, hvað rétt
er eða órétt. Hún hugsaði sig vel
um. Svo spurði hún:
„Hefur þú verið með í nokkru,
sem Jrú þarft að skammast þín fyr-
ir?“
„Já, við vorum margir saman, en
það var bara einn, sem gjörði það.“
„Hefurðu talað við hann?“
„Nei, hann mun aldrei játa að
hafa gjört það. Og hann lítur svo á,
að það sé slaður, ef við hinir segjum
frá því.“
„Hefði hann giört þetta, hefði
hann verið einn?“
„Nei, það er ég viss um, að hann
hefði ekki gjört.“
„En þá eruð þið allir hinir með-
sekir, ef þið hafið verið orsök þess,
sem hann gjörði."
Það varð þögn nokkra stund. Svo
saa;ði Haraldur:
„Ef eg aðeins vissi, livað er rétt að
gera, skyldi ég gera það samstundis.
Það er léttara en að vera alltaf að
hugsa um þetta.“
Mamma hans sat og las x biblí-
unni. Nú tók hún þessa þungu bók
upp og blaðaði í henni eins og lxún
leitaði að einhverju. Og að síðustu
fann hún það og las hægt og með
þungum áherzlum:
„Því að þegar þú ferð áleiðis til
yfirvaldanna með andstæðingi þín-
urn, þá ireyndu að sættast við bann á
leiðinni, svo að hann leiði þig ekki
fram fyrir dómarann og dómarinn
feli þig fangaverðinum og fanga-
vörðurinn láti þig í fangelsi. Ég
segi þéi', þú munt ekki losna úr
fangelsinu fyrr en þú hefur greitt
upp hinn síðasta eyri.“
„Ég skil þetta ekki, mamma."
„Hugsaðu þig nú um. Bæði þér
og hinum drengjunum líður illa, a£
því að sá seki vill ekki segja frá,
hvað hann ha£i gjört. A meðan hann
segir ekkert, verðið þið allir grun-
aðir, og smám saman verður hann
eins og óvinur ykkar. Þið verðið
reiðir við hann. Hann verður and-
stæðingur ykkar. Og í hvert skipti
og þið lokið augunum og hugsið
um þetta, þá xæynið þið að fá lxann
til að játa. En hugsaðu þér, ef þið
gætuð sætzt við hann á leiðinni. Og
eftir því, sem þú hugsar um þetta,
vaknar samvizka þín og hún er
ströng. Hún segir, að þú eigir sök á
því, að hann gei'ði þetta. Og sam-
vizkan er verri en nokkur fanga-
vörður, þess vegna er hún líka tákn-
uð með orðinu fangavörður."
„En það get ég aldrei fengið Iiina
til að skilja. Og hefði ég ekki talað
við þig, hefði ég ekki skilið það
heldur, og þeir hafa engan eins og
þig til að tala við. Hvað á ég að
gjöra, mamma?“
„Það er ein leið til. Þegar það