Vorið - 01.12.1954, Side 22

Vorið - 01.12.1954, Side 22
140 V O R I Ð verður yfirheyrsla í skólanum, get- urðu sagt, að það sért þú, sem hefur gjört það. Þá kennir þú drengnum, hvernig hann á að haga sér, og hann sér að þetta er óhætt og svo fær hann einhvern tíma til að hugsa sig um. Og hinir drengirnir geta ekki sagt að þú hafir slaðrað." Haraldur stóð upp og lagði Njálu frá sér. Svo gekk hann yfir gólfið, sneri við, kom aftur og sagði: „Nú get ég sagt þér það, mamma. Það var rúðan, sem var brotin hjá gamla Maðs. En ég á peninga í sparisjóðsbókinni minni, svo að ég get greitt hana.“ Mamma hans leit á hann og brosti: „Já, það er nú gott, en þá slvppu hinir of létt út úr því. En segðu þeim ekkert. Þeir hafa gott af að hugsa sjálfir um þetta. Nú hefur þú ákveðið þig, en bíddu með að gera nokkuð, þar til kennarinn hefur yf- irheyrslu. Ég veit það verður eftir jólin.“ Haraldur gekk aftur yfir gólfið, svo gekk hann að dyrunum og tók húfuna sína: „Ég fer á eftir hinum á jóla- skemmtunina," sagði hann. Og hann raulaði jólalag er hann gekk niður götuna. Fyrsta skóladaginn eftir jólin var kvíði í bekk Haralds. Drengirnir svitnuðu, þeim leið illa og nestið lá óhreyft í borðunum. Þeir höfðu fengið svo góðan mat á jólunum, sögðu þeir, að nú höfðu þeir ekki lyst á neinu. í síðasta tímanum fór fram yfir- heyrsla. Kennarinn skýrði frá skemmdarverki, sem hefði verið unnið yfir jó.lin. Nokkrir smá- drengir höfðu leikið jólasveina og réðust að lokum á gamlan, varnar- lausan mann, sem engum gerði neitt, og óskaði þess eins, að fá að vera í friði í fátæklega kofanum sín- um. Þessi gamla, bráðlynda, sterka hetja var í síðari tíð orðin eins og guðhræddur einbúi, sem blessaði litla drengi, sem færu þar fram hjá. Þeir vissu að vísu, að svona var það ekki, en það var svo erfitt að halda skoðunum sínum, þegar kennarinn hélt öðru fram. Og að lokum spurði hann í ströngum rómi: „Hverjir af ykkur voru 'með í þessu?“ Haraldur stóð þegar upp, og bekkurinn einblíndi á hann. — Já, nú ætlaði hann að svíkja þá, svika- hrappurinn sá arna! Kennarinn horfði á hann og end- urtók: „Hverjir voru með?“ „Ég var með.“ „Varst það þú, sem hentir snjó- kúlunni og brauzt rúðuna?“ „Já, ha — já, það gæti hafa verið ég-“ „Varst það þú? spyr ég,“ kennar- inn var mjög strangur.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.