Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 27

Vorið - 01.12.1954, Blaðsíða 27
V O RIÐ 145 „En hann kemst aldrei að dyrun- um,“ sagði stóra tröllið. Nú fóru litlu tröllin að kíma. Fyrst að stóru tröllin voru svona heimsk, þá gat vel verið.... „Það er klukkan," kölluðu tvö litlu tröllin. „Hún gengur og geng- ur, en kemst aldrei að dyrunum." „Hm. J ú, það er líka rétt.“ Dóm- aranum stóð ekki á sama. Enn höfðu litlu tröllin komið með rétt svar. En nú var aðeins ein spurning eftir, og dómarinn lyfti upp hend- inni: „Ef við höfum egg og skerum það sundur í miðju,“ sagði hann. „Það er ekki hægt,“ sögðu litlu tröllin, „þá rennur úr því.“ „En ef við sjóðum eggið?“ æpti dómarinn. „Það er samt ekki hægt. Það er ekki hægt að skipta því alveg jafnt. Það verður alltaf eitthvað meira af rauðu í öðrum helmingnum en í hinum.“ „Spurningunum er lokið,“ sagði dómarinn. „Takið eina skeppu af gulli og afhendið það litlu tröllun- um. En nú verður fai'ið í „krók“. Og dómarinn brosti. „Ef þið vinnið einnig þá keppni, þá eruð þið auð- vitað beztu tröll í skóginum. En það verður nú útkljáð. — En af því að litlu tröllin eru minni og hafa veikari fingur, þá mega þau velja staðinn." „Mikill heiðurl" sögðu litlu tröll- in. „En heiður þeim, sem heiður ber. Ef einhver af stóru tröllunum vilja veita okkur þá virðingu, að fara í „krók“ við okkur, þá verður það að standa á steini, svo að hægt sé að sjá það.“ Og litlu tröllin bentu á steininn, sem þau höfðu smurt með græn- sápunni. „Ég stend hér,“ sagði eitt af litlu tröllunum. „Og ef þú hefur fingur- inn til, þá byrjum við.“ Svo klifraði Klumpur upp á stein- inn, því að hann átti að keppa. „Sjö þúsund sólbrenndir eini- runnar," tautaði hann og teygði fram fingurinn. „Ég tel upp að þremur!“ og dóm- arinn taldi: „Einn, tveir og þrír!“ Litla tröllið togaði og stóra tröll- ið rann. „Einu sinni aftur,“ sagði litla tröllið. „Þú hefur orðið fyrir óhappi." Og svo rétti hann fingur- inn fram aftur. En einnig nú rann stóra tröllið niður af steininum. Það rann beina leið niður í tyttiberjarunna og lá þar og glápti. „Eruð þið nú sigruð?“ hrópuðu litlu tröllin. Og þau veifuðu húf- unum og hoppuðu um. „iÞið eruð heimskari en við og kraftaminni en við. Afhendið okk- ur nú hina skeppuna af gullinu, því að nú ætlum við að dansa.“ En litlu tröllin urðu að dansa ein. Stóru tröllin þrömmuðu inn í skóg- inn. Það söng í fjöllunum, eins og V

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.