Vorið - 01.12.1954, Page 29
V O R I Ð
147
fram í maí,“ og hún fann, að nú tal-
aði hún eins og fullorðna fólkið.
Við bjarmann frá eldinurn og
birtuna frá kertaljósunum leit stof-
an allt öðruvísi út en við fyrstu sýn.
Nú kom það í ljós, að hinir dökku
veggir voru allir gerðir af útskornu
tré.
Litlu stúlkurnar tóku nú til í
stofunni, þær röðuðu stólunum
meðfram veggjunum, en hlóðu öllu
hinu ruslinu út í eitt hornið, þar
sem legubekkurinn skyggði að
nokkru leyti á það, sami legubekk-
urinn, sem pabbi var vanur að hvíla
sig á, þegar lrann var búinn að
borða.
Nú kom mamma inn með matinn
á skutli, en þá vantaði dúkinn.
Dúkurinn var síðan sóttur ofan í
kistu og lagður á borðið, og nú var
maturinn tilbúinn.
Öll voru þau orðin mjög þreytt,
en þau hresstust við að sjá þennan
skrítna kvöldmat. Þarna voru
ávaxtasulta, sardínur o. s. frv.
„Það var þó sannarlega gott, að
Emma frænka lét allar þessar leifar
úr búrinu fylgja með,“ sagði
mamma. „Heyrðu, Fríða! Þú mátt
ekki setja sultuskeiðina í sardínurn-
ar.“
„Við skulum drekka skál Emmu
frænku. Hvað hefðum við átt að
gjöra, ef hún hefði ekki gengið frá
þessum leifum í flutningnum?"
sagði Róberta allt í einu.
Því næst var skál Emmu frænku
drukkin í vatni, og úr tebollunum,
því að enginn vissi um glösin.
Emma frænka hafði einnig þurrk-
að rekkjuvoðirnar, og maðurinn,
sem flutti húsgögnin, hafði gengið
frá rúmunum, svo að nú var allt að
verða tilbúið.
„Góða nótt, litlu vinirnir mínir,“
sagði mamma. „Ég er viss um, að
hér eru engar rottur. En til vonar
og vara skal ég hafa dyrnar á her-
berginu mínu opnar, og ef svo færi,
að lítið músargrey kæmi, þá skuluð
þið kalla til mín, og ég skal þá
koma og tala við hana.“
Síðan fór mamma inn í herber°;ið
sitt. Róberta vaknaði við það, að
litla ferðaklukkan sló tvö. Og enn
þá heyrði hún til mömmu sinnar,
þar sem hún var að ganga um í her-
bergi sínu.
Næsta morgun vakti Róberta
Fríðu, með því að toga blíðlega í
einn hárlokkinn hennar.
„Vaknaðul Vaknaðul" kallaði
Róberta.
„Við erum í nýja húsinu, manstu
ekki eftir því? Og hér er engin
vinnukona. Við skulum fara á fæt-
ur og gjöra eitthvað. Við skulum
hafa ósköp ldjótt og vera búnar að
taka til í stofunum, þegar mamma
kemur á fætur. Ég ætla að sækja
Pétur líka.“
Þær klæddu sig nú í snatri, en
mjög hljóðlega. Ekkert vatn var í
herberginu, svo að þau fóru út að
dælunni í garðinum. Eitt barnanna