Vorið - 01.12.1954, Side 34

Vorið - 01.12.1954, Side 34
152 V O R I Ð skemmtum okkur prýðilega við það, en svo var hringt til borðhalds og hlupum við þá öll heim að hús- inu. í hófinu var á þriðja hundrað manns. Georg Garshol, formaður fiskerimessen, Oscar I.arsen, kon- súll, Paulus Gjörtz, borgarstjóri og formaður Norræna félagsins, héldu ræður og var þeim snúið á íslenzku fyrir okkur, svo söng Karlakór Ála- sunds nokkur lög. Allar konurnar, sem þarna voru, klæddust þjóðbún- ingum og þótt þeir væru margir fallegir, þótti mér samt íslenzku búningarnir bera af. Bjarne Kors- nes, formaður kórsins, afhenti okk- ur minjagrip, sem er lítill ösku- bakki, á hann voru ritaðir upphafs- stafir kórsins. í kórnum eru um sjö- tíu manns. Við afhentum blóm, minjagripi og bækur; konunum, sem hýstu okkur, gáfum við litla fánastöng með íslenzkum fána, og stóð hún á lítilli, krintrlóttri plötu, sem á var mynd af íslandi. f lok samsætisins sunmim við nokkur lög. Seinna um kvöldið var kveikt bál í tilefni da<rsins. Þeo'ar klukkan var lanvt TCn^in í ellefu fórum við heim. Á leiðinni var elatt á hialia og suneu aliir á feriunni, svo að undir tók í fiöbunúm. Sérstakieva man é<r eftir lafinu ..Meliom bakk- ar o<r berg“. sem mér fannst Noreg- ur allur taka undir. B?r<rír Anda, sem var með okkur í Svkkelven og oftar, meðan við dvöldum í Ála- sundi, var búinn að læra „Sólin 1 jómar“. Tók hann nú við söng- stjórninni af Björgvin og stjórnaði laginu lajá okkur, öllum til mikillar ánægju. Þegar ferjan rann að bryggjunni, sungum við öll norska þjóðsönginn. Það var hátíðleg stund. iÞannig lauk síðasta deginum okkar í Álasundi, skemmtilegasta deginum í Noregsferðinni. Ásgerður Ágústsdóttir. SÍÐASTA KVÖLDIÐ OKKAR í NOREGI. Dagarnir höfðu liðið ört, og fvrr en varði var komið að síðasta kvöld- inu okkar í Noregi. Annað kvöld myndum við sofna heima á íslandi. Nú áttum við fyrir höndum að syngja á tveim stöðum úti á Bygdö, sem er skammt utan við Osló. Við fórum þangað út eftir með spor- vögnum kl. G.30 og sungum fvrst á Folketeatret og gengum síðan út á Bygdö Söbadstad. Er við komum þangað, voru þar fyrir mörg þúsund manna og þar á meðal flestir þátttakendurnir í söngmóti blandaðra kóra á Norður- löndum, sem haldið var í Osló þessa daga. í hópi söngfólksins var Sam- kór Reykjavíkur, svo að ekki vant- aði íslendingana. Er fólkið hafði dansað nokkra stund og nokkur skemmtiatriði höfðu farið fram, kom að okkur að

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.